Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1974, Síða 25

Skinfaxi - 01.06.1974, Síða 25
anskar listar og lét mig reka um hið ólgandi mannhaf borgarinnar. I mollu- legu kvöldrökkrinu birtast nokkrir kunn- uglegir svipir, óvæntir samferðamenn, en ótrúlega nákomnir manni á þessum stað enda erum við hér allir jafnfjarri heima- byggðinni. Þeir stika stórum og hafa allir öxi reidda, einkennisvopn væringjans, og þrístrenda skildi. Þar fer fremstur þung- brýnn maður og hraustlegur með ægilegt ör í andliti: Halldór Snorrason. Honum fylgja þeir frændur Bolli hinn prúði Bollason og Úlfur Óspaksson. Óham- ingjusamur útlagi, Kolskeggur frá Hlíð- arenda, veitir manni hér einnig fylgd og þá ekki síður hinn hugþekki ævintýra- maður Þorsteinn drómundur, bróðir Grettis. Allir þeir og margir fleiri eru í augum íslendings hluti af þessum stað og varðmenn íslenskrar sögu. En þessari grein verður að ljúka ekki síður en skemmtigöngu um fortíð og nú- tíð í Miklagarði. Hér hef ég þó aðeins tæpt á þeim málum sem ég gjarnan hefði viljað skrifa um stóran doðrant til að kvitta fyrir ferðina til Tyrklands. Eysteinn Þorvaldsson. Héraðsþing HVÍ 1974 60. Héraðsþing HVÍ var haldið að Holti í Önundarfirði 21. apríl. Bergur Torfason setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna til þingsins og gat þess að bæði fo: maður og varaformaður HVÍ væru burtfluttir af félagssvæðinu og hefði hann hlaupið í skarðið við setningu þingsins. Síðan tilnefndi hann Helga Gunnarsson þingforseta og Ástvald Guð- mundsson þingritara. Þingsókn var góð og áttu öll félögin fulltrúa á þinginu nema íþr.fél. Höfrungur, Þingeyri. Á þingið mætti einnig Hendrik Tausen formaður Þjóðháíðar- og landsmóts- nefndar HVÍ. Skýrslu stjórnar flutti Jón Guðjónsson, og Guðmundur Steinar Björgmundsson flutti skýrslu gjaldkera. Bergur Torfason greindi frá starfi fé- langanna. Á þinginu voru gerðar margar sam- þykktir fyrir stjórn og félögin að vinna eftir. Var m. a. fjallað um neyslu ávanaefna, samkomuhald, félagsmálfræðslu, héraðs- þing, íþróttaiðkun og íþróttakeppnir, ráðningu framkvæmdastjóra og fjárhags- áætlun. Núverandi stjórn skipa: Formaður Jón Guðjónsson Veðraiá, gjaldkeri Bergur Torfason Felli, ritari og Guðmundur Steinar Björgmundsson Kirkjubóli. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.