Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1974, Page 30

Skinfaxi - 01.06.1974, Page 30
með varðskipi milli fjarða. Þróttur fór með snjóbíl yfir Oddskarð og með varð- skipi fyrir nes og svo fótgangandi lang- leiðina yfir Oddskarð. Austri þurfti snjó- bíl yfir Oddskarð og einnig þurftu tveir menn Austra að ganga yfir Oddskarð til að dæma leik á Neskaupsstað. Þetta sýn- ir best áhugann hjá þessum félögum þvi alltaf þurftu mennirnir að eyða löngum tíma í ferðalög. Þetta er ákaflega kostn- aðarsamt og erfitt i framkvæmd. en allir eru reiðubúnir i slaginn aftur næsta vet- ur. Handboltakeppninni lyktaði þannig að Þróttur bar sigur úr býtum eftir mikil átök. Mótið var ákaflega grófi; og þóf- kennt og skapaðist það mikið af skorti á hæfum dómurum. Frá öðrum atburðum vetrarins er það helst að segja að ÍR heimsótti UÍA með meistaraflokkslið (1. deild) í körfuknatt- leik og sigraði sambandsliðið sem von var en heimsóknin var ákaflega ánægjuleg fyrir báða aðila. Dómaranámskeið var haldið í tengslum við þessa heimsókn en það var bæði stutt og þátttakendur nokk- uð ungir og nýttust ekki til starfa. Má þar einnig kenna um, að þeir fengu ekki skírteni sín um þennan áfanga. Austurlandsmót í körfuknattelik fór einnig fram á Eskifirði og sigraði Umf. Eiðaskóla. Austurlandsmótið á skiðum var haldið á Neskaupsstað og sigraði Þróttur í stiga- keppni. íþróttir fyrir kvenfólk hafa þvi miður verið vamæktar um langt skeið, og er það mjög slæmt. Er vonandi að úr því verði bætt sem allra fyrst. Sömu sögu er reyndar að segja um alla yngri flokka að þeim hefur ekki verið sinnt nægilega mikið. íþróttalif sumarsins er hafið af fullum krafti og er það ávallt mun auð- veldara viðfangs og fjölbreyttara. UÍA stefnir að því að koma með góðan hóp íþróttamanna á 15. landsmót UMFÍ sem fram fer á Akranesi sumarið 1975, og er það eitt ákaflega stórt verkefni sem Austfjarðarfélögin eru sammála um að reyna að leysa sem best af hendi. (Frá UÍA) Ársþing HSS 1974 Ársþing HSS var haldið á Hólmavík 23. júní 1974. Ingimar Elíasson formaður HSS setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna til þings. Á þingið mætti öll framkvæmdastjórn UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson formaður, Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri og Guðmundur Gíslason. Lögð var fram skýrsla og reikningar síðasta starfsárs. Á síðasta ári var við nokkra fjárhags- örðugleika að etja vegna mikilla um- svifa. Hefur af þessum sökuin nokkuð verið dregið úr starfseminni en bjart- sýni er ríkjandi og er þvi ástæða til að ætla að starfið muni vaxa verulega á komandi starfsári reynist unt að afla aukinna tekna. Stjórn HSS skipa nú: Formaður Pálmi Sigurðsson Klúku Bjarnafirði, varafor- maður Þorbjörn Bjarnason Lyngholti, gjaldkeri Marías Kárason Hólmavík, meðstjórnandi Gunnlaugur Bjarnason Hólmavík og ritari Gunnvör Björnsdóttir Klúkuskóla. 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.