Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1976, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.12.1976, Qupperneq 17
— Er mikill íþróttaáhugi í hérað- inu? — Hann hefur almennt verið með daufara móti undanfarið. Samt hefur verið talsverð íþróttastarfsemi hjá fé- lögunum en mest þó í skólunum. Þess skal þó getið að við áttum tvo lands- liðsmenn í frjálsum íþróttum í sumar, og það er til mjög efnilegt íþróttafólk í héraðinu. T.d. setti Þorsteinn Þórs- son ísl. sveinamet í hástökki í haust — 1,89 m og 3. flokkur Umf. Tindastóls í körfuknattleik vann íslandsmeist- aratitil í þeim flokki á þessu ári. — Hvernig er aðstaðan til íþrótta- iðkana í héraðinu? — Á Sauðárkróki eru góðir íþrótta- vellir til útiiþrótta en ekki annars staðar í héraðinu. Félagsheimilin á Hofsósi og i Varmahlið eru notuð fyrir íþróttakennslu skólanna. Á Sauðár- króki er aðeins mjög lítili íþróttasalur, og körfuboltapiltarnir verða að leika heimaleiki sína á Akureyri. Knatt- Gestur Þorsteinsson form. XJMSS í fullum skrúða við að stjórna héraðsmóti UMSS í sumar. Hluti af sundfólki Umf. Tindastóls sem sigraði á héraðsmóti UMSS í sundi, ásamt þjálfara sínum Þorbirni Árnasyni (með gleraugu). Fremst t.h. er Birgir Friðriksson með Grettis- bikarinn sem veittur er fyrir 500 m. frjálsa aðferð, og fremst í miðju er Ingibjörg Guð- jónsdóttir sem hlaut flest stig einstaklinga á mótinu. spyrnuáhugi er alltaf góður á sumrin. Sundaðstaða er góð í héraðinu, og skagfirðingar hafa oft átt gott sund- fólk, en undanfarið hefur verið fátt um afrek á því sviði, en vonandi stend- ur það til bóta. Við væntum þess líka að skíðaíþrótt- in eigi góðu gengi að fagna hér í fram- tíðinni, því að skíðalyfta verður bráð- lega sett upp í Gönguskörðum fyrir norðan Sauðárkrók. Lyftan er gjöf frá Lions-klúbbnum til Umf. Tindastóls. Þarna eru góð skilyrði til skíðaiðkana. Fljótamenn eru löngu landsfrægir fyrir að hafa átt bestu skíðagöngu- menn landsins um árabil, og nú vonum við að fleiri skíðagreinar fylgi í kjöl- farið. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.