Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1980, Side 25

Skinfaxi - 01.06.1980, Side 25
Vi fS fli aþ mt tu !'I 1* C A V A Það virðist greinilegt að Luðvig Eggertson: Dmllinn nkkur leovi li Fáum leikur iétt á tungu, liÍKÍns snilli vknnoinr/i. suma til að koma botnum sínum á framfæri. Þannig bárust okkur allmargir ágæt- ir botnar við fyrstu fyrri partana eftir að blað númer tvö var farið i prentun. Að vísu finnst mér sjálfum það tæpast vera verk sem telja þurfi í vikum að snara saman tveim, þrem botnum, ef menn á annað borð geta það. Þar sem botnarnir voru margir ágætir finnst mér að þið þurfið að fá að sjá þá. Fyrsti fyrri parturinn: Strax í byrjun vonum við, að vísnaþáttinn styðjið þið. Og hér koma nýju botn- arnir: J.S. Dalvík: Og með botninn — utan við, örvið góðan þjóðarsið. S.: Góðir þættir gcfast best, gott er að vcðja á rcttan hcst. Svava Ólafsd.: Helst og fremst ég um það bið, að á þcim verði islenskt snið. Óncfndur: Að yrkja vísu er íþrótt góð, og ekki komin ncitt tir móð. I.J. Svanhóli: En baglið alltaf bagar mig og bragleysan mun særa þig. og láti okkur scmja frið. Og þá eru hér nokkrir botnar við annan fyrri part- inn sem var svona: Bragfræðin ei bregðast má, né botna fjöldi góður. Ónefndur botnar: Skinfaxi þinn skulu þá, skáldin auka hróður. I.J. Svanhóli: Snillitökum slakar á stafkarl vegamóður. B.: Botnar fljúga byggðum frá, best er andlcgt fóður. Þórður Jónsson: Mig dreymir að komi dáfallcgur hróður. í dagsljós þá, J.S. Dalvík: Þegar í kappi kveðast á, karlar og hringatróður. Einn botn fengum við svo í viðbót við síðasta fyrripart- inn, frá J.S. Dalvik: Leit ég unga lipur-tá, lömuð tungan þagði. Ei má sprundið yrða á undirvitund sagði. Við fyrripartana í síðasta blaði var aðeins komið eitt svar, frá Jóni F. Hjartar og hann leggur auk þess til að Vísnaþátturinn verði stækk- aður í tvær síður. Ég læt hér koma vísurnar þrjár eins og þær líta út frá Jóni. Þetta aldnir ungum sungu, alla daga á byggðri jörð. Ungur fyrrum átti spor, út um grundir dala. Átti í huga eilíft vor, ánum við að smala. Unaðsstundir áður man, ég í lundum Þrastaskúgar. Þar á grundum þrýtur flan, þögnin undir björtum róar. Ég held að rétt sé að bíða eftir fleiri botnum við þessa fyrriparta áður en ég set nýja á blað, og eins megið þið sjálf koma með fyrri- parta í blaðið. Talsvert kemur af botn- um, sem út af fyrir sig lýsa nokkuð góðum hugmyndum, en standast ekki bragfræði- Iega, hins vegar eru þetta oft smá villur sem þið gætuð ef- laust Iosnað við með örlítið meiri vandvirkni. Við höfum fengið botna og kveðjur víða að af land- inu og raunar úr öllum fjórðungum nema af Vest- fjörðum. Ég hefði gaman af, að vita hvort þetta er einhver andleg deyfð eða al- gjör skortur á hagyrðingum á þessu svæði. Efni í næsta blað þarf að berast fyrir 25. júlí. Með kveðju. Ásgrímur Gíslason. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.