Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1982, Síða 4

Skinfaxi - 01.04.1982, Síða 4
FRETTIR AF ÞINGUM UMSK 58. ársþing UMSK var haldið 20. mars síðastliðinn að Hlégarði í Mosfellssveit. Um 70manns sóttu þingið og hefur ársþing UMSK ekki verið jafn fjölmennt um langt árabil. Oll félögin nema Iþrótta- félagið Grótta sendu þingfulltrúa á þingið og flest hver fulla full- trúatölu. Þingforsetar voru Ingólfur Arnason og Páll Aðalsteinsson, en ritarar þingsins voru þeir Albert H. N. Valdemarsson og Gunnar Baldvinsson. Af hálfu UMFÍ mættu þeir Pálmi Gíslason og Sigurður Geir- dal. Fram kom á þinginu mikill áhugi fyrir eflingu sambandsins, sem sjá má afsamþykktum þings- ins. Yfir 20 tillögur voru bornar undir þingið og voru þær allar samþykktar. Má þar nefna tillög- ur svo sem umsókn til að halda Landsmót UMFÍ 1991 og að taka myndarlega þátt í fyrirhugaðri hjólreiðaferð UMFÍ umhveríis landið í sumar undir kjörorðinu „Eflum íslenskt”. Formaðurinn, Kristján Svein- björnsson, var endurkjörinn. Aðr- ir í stjórn voru kosnir þeir Sveinn Jóhannsson UBK, Jóhannes Sveinbjörnsson Stjörnunni Sveinn Ottósson Augnabliki og Ólafur Magnússon Dreng. UMSS Þing UMSS var haldið í Varmahlíð 20. mars. Af hálfu UMFI sátu þingið þeir Finnur Ingólfsson, Skúli Oddsson og Guðjón Ingimundarson. Þingið var fremur illa sótt. Formaður Jóhann Jakobsson ílutti skýrslu stjórnar ásamt framkvæmda- stjóra Birni M. Björgvinssyni, en hún lá fyrir þinginu fjölrituð og vel unnin. Þar kom fram m.a. að fjárhagur UMSS er frekar slæmur og hefur það komið mjög niður á starfsemi sambandsins. Nokkrar umræður urðu um fjármál og skipulagsmál auk annarra mála og var hugur í mönnum að hréssa upp á starfsemi UMSS á komandi ári, en starfsemin hefur verið í nokkurri lægð að undanlörnu. Formaður UMSS er Jóhann Jakobsson, Varmahlíð. S.O. Formaður UMSS flytur skýrslu stjóm ar á þinginu. USVH Héraðsþing USVH var haldið í barnaskólanum að Reykjum í Hrútafirði laugardaginn 27. mars. Þingið var fjölmennt og voru mættir fulltrúar frá öllum aðildarfélögunum. Þingforseti var Ólafur B. Óskarsson. Gestir þingsins voru Guðjón Ingimund- arson, stjórnarmaður UMFÍ, Sig- urður Geirdal framkvæmdastjóri og Ingólfur A. Steindórsson rit- stjóri Skinfaxa. Fyrir þinginu lá mjög myndarleg og ítarleg skýrsla um starf sambandsins á starfsár- inu. I munnlegri skýrslu for- manns kom fram að starf sam- bandsins hefur verið mjög kröft- ugt í vetur. Spurningakeppnin hefur verið vinsæl og fjölsótt og gróska í frjálsíþróttastarfi. Það kom fram að sambandið hefur fengið inni í félagsheimilinu á Hvammstanga með skrifstofu fyr- ir starfsemi sína og mun verða fiutt þangað inn eftir n okkrar vik- ur. Á þinginu var samþvkkt að endurprenta fyrstu árgangana af Frá þingi UMSK. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.