Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1982, Side 10

Skinfaxi - 01.04.1982, Side 10
Guðbjöm og núverandi formaður UMSK, Kristján Sveinbjömsson, í 60 ára afmæiishófi sambandsins. trúa noskra ungmennafélaga. Ég hafði verið á ferð í Noregi og þetta borist í tal við formann Norsk Ungdomslag. Þegar ég kom heim lagði ég það fyrir stjórn UMSK, hvort við ættum ekki að bjóða þeim til Islands, og var það sam- þykkt. Norðmennirnir voru frá Stavanger, Bergen, Þrándheimi og 2 frá Osló. Þeir komu sumarið 1924 eða 25. Við fórum með þá upp í Borgarfjörð, á Þingvöll og austur um sveitir. Endað var á fundi í Þrastaskógi, sem haldinn var á vegum HSK. Norðmennirn- ir buðu okkur út til Noregs, en ekki gátum við þegið það fyrr en árið 1930. Ég skrifaði ferðasöguna eftir þá ferð í Skinfaxa. Við vorum fjögur sem fórum þessa ferð, Jón Þorsteinsson íþróttakennari, Þor- steinn Bjarnason í Körfugerðinni, ein kona sem ég man ekki lengur hvað hét og ég. UMSK stóð fyrir því að útvega ungmennafélaga til að snyrta og laga til á Þngvöllum fyrir Alþingishátíðina 1930. Stundaðir þú íþróttir á yngri árum? Ég var í knattspyrnu í Val frá því að hann var stofnaður 1911 til 1924 og var ég í aðalkappliðinu á þeim árum. A þessum árum var lítið um það að ungmennafélögin væru með íþróttir í gangi, nema þá helst glímu, það var ekkert um það í mínu félagi. Hvað villt þú segja um starf ungmennafélaganna í dag? Mér finnst vera mikil gróska í ungmennafélagsskapnum og segja má furðanlega mikil, því það kom mikill afturkippur í starf- semina á kreppuárunum og stríðsárunum. Það er ángæjulegt hvað þetta er allt mikið á uppleið, en aðstaða þessara feíaga er víða erfið í dreifbýlinu vegna mann- fæðar. Skinfaxi þakkar þessum aldna en síunga félagsmálafrömuði fyrir spjallið og óskar honum góðrar ferðar til Svíþjóðar og góðra daga í ellinni. IS UM'FÍ 14.JÚNÍ 1982 GÖNGUDAGUR FJÖLSKYLDUN NAR Á síðasta sambandsþingi UMFÍ voru allir fundarmenn sammála um að halda áfram með „göngudag fjölskyldunnar” og hefur verið ákveð- ið að hann fari fram sunnudaginn 13. júní. Þessi starfsemi sern hófst 1980 hefur vakið verðskuld- aða athygli. Það ár var gengið í fjölmörgum félög- um og skiptu þátttakendur þúsundum. I fyrra vor- aði seint og vorverk voru í fullum gangi á þessum tíma og dró það úr þátttöku, þannig að félög sem höfðu ákveðið að vera með, hættu við. Vcður var mjög óhagstætt um allt land þennan dag og dró það úr þátttöku. Þrátt fyrir þetta var gengið í mörgum félögum og sem fyrr margar göngur mjög myndarlegar, þó þær væru heldur færri en fyrra árið. Mörg félög hafa skrifað mjög góðar leiðarlýsingar í sambandi við göngurnar. Það er ekki vafamál að þetta framtak hefur orðið til þess að fleiri hafa gengið um og skoðað landið en ella heíði verið. Við höfum heyrt um marga sem haldið haf’a áfram skipulögðum gönguferðum.. Ohætt er að tclja að fátt sé jafn liollt og góður gönguferðir og margt fagurt er að skoða á okkar ástkæra fósturlandi. Stjórn UMI' I vill hvetja sem flesta til að sinna þessum þætti og gera göngudag fjölskyldunnar 1982 að stórum viðburði um allt land. P.G. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.