Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1982, Blaðsíða 12
Ungmennafélag íslands er 75 ára á þessu, ári. Stjórn félagsins hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta á margvíslegan hátt. Á stjórnarfundi um miðjan febrúar sl. kom sú hugmynd upp hvort ekki væri við hæfi að hreyfingin beitti sér fyrir kynningar herferð á íslenskri framleiðslu. Þessu var vísað til framkvæmdastjórnar sem skipaði nefnd í málið. I nefndina voru skipaðir Arnar Bjarnason, Eyjólfur Á. Rafnsson, Skúli Oddsson og Finnur Ingólfs- r V>ridéTo Bridge er ekki spil fyrir hug- lata menn. Hugletinginn gerir það sem honum sýnist best við fyrsta augnakast. Hann nenn- ir ekki að fara í saumana á hlutunum og finna gild rök fyrir spilamennsku sinni. Þess vegna tapar hann spilum eins og þessum: Spil A Norður Suður *2 * AKDI074 AD1052 V 3 0 9653 0 107 * G108 * AK64 Þú spilar 4 spaða í suður eftir að austur hafði vakið spil- ið á 1 laufi. Vestur spilar út laufsjöu. Enga leti nú; hvernig spilarðu og hvers vegna?! Spil B Norður Suður * A3 A 6' V 54 KG76 0 G106 0 AKD853 * AG10963 * 54 í þessu spili ertu sagnhafi í 5 tíglum. Vestur gaf spilið og hófleikinn með því að opna á 1 spaða. Og spilar nú út spaða- kóngi. Hvernig spilarðu? Lausnir á bls. 30. 75 ARA Eflum íslenskt son, en Finnur er jafnframt starfs- maður nefndarinnar. Eins og oft vill verða í stórum félagasamtökum þá greinir menn á um hvað og í hvaða máium samtökin skuli beita sér. Eg held að tæplega geti menn greint á um að hreyfingin skuli beita sér í þessu máli, máli sem svo ótvírætt snertir íslenskt þjóð- félag, því vitað er að atvinnutæki- færi komandi kynslóða liggja í ís- lenskri iðnaðarframleiðslu. Markmið þessa verkefnis verður að vinna samkvæmt kjörorðinu „Islandi allt” og þá um leið að vekja athygli á þjóðræknishug- sjón Ungmennafélaganna, verk- efnum þeirra og afli til að virkja menn til sameiginlegs átaks í þágu lands og þjóðar. Þessi tíma- mót verða því að teljast heppileg til slíks. Megin framkvæmdin til að veka athygli á málinu verður hjólreiðaferð í kringum landið, 25. júní til 11. júlí. Á sama tíma og hjólreiðaferðin stendur ylir verður stöðugur áróður fyrir gildi þess að við veljum íslenska framleiðslu fram yfir erlenda. Það er augljóst að ef framkvæmd sem þessi á að takast vel þá byggist það að lang mestu leyti á því hvernig félögin standa að fram- kvæmdinni. Þegar ákvörðun var tekin um að ráðast í framkvæmd þessa verkefnis, þá var það ekki ætlun UMFI að hafa framkvæmdina sem tekjuöflun fyrir hreyfinguna Það var heldur ekki ætlun að þurfa að ganga á sjóð samtakanna vegna verkefnisins. Það var því eitt af fyrstu verkefnum nefndar- innar að finna fjárhagslegan grundvöll fyrir verkefnið. I þeim tilgangi var haft samband við Fé- lag Islenskra Iðnrekenda og Iðn- aðarráðherra og má segja að beiðni okkar um fjárstuðning hafa á báðum stöðum verið vel tekið hvað sem líður framkvæmdum. Ástæða þess að sú leið var valin að leita fyrir sér hjá opinberum aðil- um frekar en að láta bjóða í aug- lýsingaréttinn á verkefninu, er sú að þetta á að verða heildar verk- efni íslenskrar framleiðslu, en ekki verkefni einhverra útvaldra. Ekki er hægt að segja að tekist hafi að fjármagna verkefnið að fullu, en að því er nú unnið af fullum krafti. Næstu verkefni nefndarinnar fyrir utan fjármögnunina er að hafa samband við Ungmennafélögin úti um land til að skipuleggja hvaða leið verði hjólað í gegnum félagssvæði viðkomandi félaga. Eins mun nefndin\>enda á nokkr- ar leiðir fyrir félögin til þess að nota þetta átak til þess að kynna framleiðslufyrirtæki á viðkom- andi stöðum og eins sem beina kynningu á viðkomandi ung- mennafélagi. Nefndin mun einnig þyggja öll góð ráð og ábendingar um hvernig best verði að fram- kvæmdinni staðið til heilla fyrir land og lýð. Nú á næstu dögum verður farið að leita eftir upplýsingum frá ein- stökum félögum. Það er von nefndarmanna að þau bregðist vel og skjótt við, því slíkt getur sparað dýrmætan tíma við útreikning. Finnur Ingólfsson. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.