Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1982, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.04.1982, Qupperneq 20
KARLAR Hlaupagreinar Ef við lítum fyrst á spretthlaup- in, kemur í ljós að Gísli Sigurðs- son, Aðalsteinn Bernharðsson og EgillEiðsson eru sterkastir. I fyrra var Erlingur Jóhannsson efstur í 100 m og framarlega í 200 og 400 m. Hann er ekki á listanum nú. Skýringin er sú að hann náði sér aldrei á strik vegna meiðsla. Það er ánægjulegt að Aðalsteinn og Egill skyldu snúa aftur í sín gömlu sambönd og vonandi verður minna um það á komandi árum að ungmennafélagar láti tæla sig í félög á höfuðborgarsvæðinu. Það er tími til þess kominn að félögin þar fari að sinna unglingastarf- inu, en láti ekki ungmennafélögin um það verk og fleyti síðan rjóm- ann ofan af. Nokkrir sem voru á afrekaskrá UMFI í fyrra hafa horfið af henni nú. Nokkrir hafa hætt, aðrir gengið til Reykjavíkur- félaga, en þeir eru sem betur fer ekki margir. f 400 metra hlaupi er nýtt nafn, Guðmundur Skúlason UÍA, sem á eftir að láta mikið að sér kveða á árinu 1982, ef að líkum lætur. Jón Diðriksson, Brynjúlfur Hilmars- son og Guðmundur Sigurðsson eru í sérflokki í 800 og 1500 m, en árangur í þessum greinum hefur sjaldan verið jafnari, en sérstak- lega þó í 800 m hlaupinu. Agúst Egill Eiðsson og Gísli Sigurðsson háðu oft harða keppni á árinu. Gunnar Snorrason. Þorsteinsson og Lúðvík Björnsson voru framarlega í þessum grein- um í fyrra, en náðu sér ekki á strik nú vegna meiðsla. I 3000 m hlaupi og upp úr er Jón Diðriksson yfir- burðamaður, en hljóp þó ekki 10 km á braut. Margir hafa bætt sig nokkuð og vert er að geta framfara Magn- Ingimundur Ingimundarson: Hugleiðingar um afrekaskrána í frjálsum íþróttum 1981 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.