Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1982, Side 21

Skinfaxi - 01.04.1982, Side 21
Brynjúlfur Hilmarsson. úsar Friðbergssonar er bætti sig um 45 sek { 5000 m hlaupinu. Þá er ekki hægt að ræða um lang- hlaupin án þess að minnast á Gunnar Snorrason. Hann virðist herðast með ári hverju. Hann uálgast nú mjög fertugsaldurinn. Hann er skemmtilegur keppnis- maður og prýðis félagi. Hann er sá eini innan UMFÍ, sem hljóp maraþonhlaup á árinu. Grindahlaupið hefur aldrei verið betra og þessi grein cr að ná Guðmundur Nikulásson. fótfestu, en hefur átt erfitt upp- dráttar vegna tækjaskorts. Arang- ur næst ekki upp í þessari grein frekar en öðrum fyrr en sambönd- in taka upp keppni í yngri flokk- unum og gera henni jafnt undir höfði og öðrum greinum. Það kemur e.t.v. í ljós á næsta lands- móti, hverjir hafa nú þegar byrjað á réttum enda á þessu sviði. Tími í boðhlaupum er betri en oft áður, sérstaklega hjá fyrstu sveitum. I mörgum tilfellum hlaupa héraðssveitirnar aðeins á stórmótum, þ.e. Landsmóti UMFÍ, íslandsmóti, Bikarkeppni FRI og fjórðungsmótum. Þá hafa flestir einstaklingar sveitanna keppt í mörgum greinum. Hlypu þessar sveitir með óþreytta liðs- menn yrði útkoman betri. Stökkgreinar: Arangur í langstökki og þrí- stökki er ekkert sérstakur nema ef vera skyldi langstökk Kristjáns Harðarsonar. Fæstir þeirra sem þarna eru taka þessar greinar nægilega alvarlega til að árangur verði frambærilegur. Pétur Pét- ursson og Helgi Hauksson sanna að „lengi lifir í gömlum glæðum”. í hástökkinu er hins vegar um mjög skemmtilega breidd að ræða. Ef litið er á röð keppenda á lands- skrá, kemur í ljós að ungmennafé- lagar standa þar mjög framar- lega. Stangarstökkið er með besta móti. Þessi grein hefur verið horn- reka og er reyndar enn, en hefur tekið fjörkipp á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir er hér getur að líta á skránni eru allir af SV horninu. Ekki er að efa að efni eru víðar tii í þessari grein sem öðrum. Það er aðstöðuleysið sem þessu veldur. Hafsteinn Þórisson bætti sig um 15 cm í hástökkinu og er mikið efni og Gísli Sigurðsson bætti sig úr 2.90 í stangarstökkinu í 4.40 m. Hressilegar framfarir það. Enn er Kári Jónsson. Guðmundur Jóhannesson meðal bestu þó kominn sé á fimmtugs- aldur. Kastgreinar: Arangur í kúluvarpinu hefur sjaldan verið svo jafn sem nú. Meðaltalið er aðeins betra en árið 1975. Þá kastaði Hreinn Hall- dórsson 19,46 m og Guðni Hall- dórsson 16,60 m, en þriðji maður var rétt yfir 14 m. Sama er að segja um kringluna og spjótið, að Jón Diðriksson. skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.