Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1982, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.04.1982, Qupperneq 32
Sextíu ára afmœlishátið UMSK Nokkrir fyrrverandi formenn UMSK og núverandi formaður. Laugardaginn 20. mars var haldin afmælishátíð UMSK í Hlégarði í Mosfellssveit. Nýkjör- inn formaður sambandsins, Kristján Sveinbjörnsson, setti liófið og tilnefndi Pál Aðalsteins- son veislustjóra. Afmælisnefndin, en hana skipuðu Kristján Svein- björnsson og Páll Aðalsteinsson, haíði sent út boðskort til sveita- stjórna á sambandssvæðinu, fyrr- verandi formanna sambandsins, formanna UMFÍ og ÍSÍ, kepp- endum og fararstjóra er kepptu fyrir UMSK á landsmótinu í Haukadal 1940, fulltrúum á 58. ársþingi UMSK svo og ýmsum velunnurum sambandsins. Mjög góð þátttaka boðsgesta var í hófinu eða um 180 manns. Mosfellshreppur og Sláturfélag Suðurlands gáfu kvöldverðinn, sem var bæði mikill og góður. Formaður sambandsins rakti stuttlega 60 ára sögu UMSK. Margar ræður voru Iluttar, born- ar fram árnaðaróskir og UMSK færðar gjafir. Pálmi Gíslason for- maður UMFI færði sambandinu pennasett. Jafnframt heiðraði hann þrjá gesti í hófinu með starfsmerki UMFI, en þeir voru Margrét Bjarnadóttir formaður Gerplu, Ingólfur Arnason for- maður Aftureldingar og Jón Ingi Ragnarsson formaður Knatt- spyrnudeildar Breiðabliks. Stúlkur frá Iþróttafélaginu Gerplu sýndu dýnustökk undir stjórn Margrétar Bjarnadóttur og jassballett undir stjórn Jónínu Karlsdóttur við mikinn íögnuð veislugesta. Tveir piltar úr Karatedeild Gerplu sýndu listir sínar og var undrun áhorfenda mikil. Sýning- ar þessar voru mjög vel heppnað- ar og Gerplu til mikils sóma. Gerplustúlkur sýna jassballet. Kristján Sveinbjörnsson heiðr- aði íþróttafólkið, sem keppti á landsmótinu í Haukadal 1940 með afmælisfána UMSK, sem var áprentaður með nafni hvers kepp- anda. Jafnframt voru heiðraðir með afmælisfánanum þeir Guð- björn Guðmundsson fyrsti for- maður UMSK, Sigurður Skarp- héðinsson fyrrverandi formaður UMSK, Pálmi Gíslason formað- ur UMFI og Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri UMFÍ. Grím- ur Norðdal haíði orð fyrir íþrótta- hópnum frá 1940 og þakkaði heið- > urinn, sem þeim var sýndur. Hann rifjaði einnig upp ræðu sem Olafur Thors flutti á 30 ára af- mæli UMSK. Afmælishófinu lauk svo með því að stiginn var dans fram að miðnætti. IS. Hluti veislugesta á afmælishátíðinni. 32 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.