Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1982, Side 33

Skinfaxi - 01.04.1982, Side 33
UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR Pálmi Gíslason formadur UMFÍ afhendir Jó- hannesi Geir Sigurgeirssyni fráfarandi for- manni UMSE, gjöf til sambandsins frá UMFÍ. Að kvöldi 3. apríl, var haldið hátíðlegt 60 ára afmæli UMSE, en sambandið var stofnað 8. apríl 1922. Jóhannes Geir Sigurgeirs- son setti samkomuna og bauð gesti velkomna, en veislustjóri var Sveinn Jónsson. Meðan á borð- haldi stóð rakti Haukur Stein- dórsson sögu UMSE í stuttu máli, sýnd var stutt kvikmynd frá síð- asta Landsmóti UMFÍ og Gyða Halldórsdóttir söng. Margar ræð- ur voru fluttar og góðar gjafir bár- ust frá UMFÍ, ÍSÍ, Valdimar Oskarssyni, Haraldi M. Sigurðs- syni, hjónunum Rebekku Guð- mann og Hermanni Sigtryggs- syni, hjónunum Asu Marinósdótt- ur og Sveini Jónssyni, og Umf. Þorsteini Svörfuði. Við þctta tæki- færi voru fimm menn heiðraðir. Helgi Símonarson og Guðmund- ur Benediktsson fyrrverandi for- •þenn UMSE hlutu gullmerki ISI. Haukur Steindórsson fyrrv. formaður UMSE, Jóhannes Geir Sigurgeirsson fráfarandi formað- ur UMSE og Sigurður Harðar- son, annar framkvæmdastjóra síðasta Landsmóts UMFÍ, voru ulhr sæmdir starfsmerki UMFÍ. Við þetta tækifæri var skýrt frá úrslitum í kjöri „íþróttamanns UMSE” fyrir sl.ár. Þá nafnbót hlaut Daníel Hilmarsson skíða- maður frá Dalvík, en hann varð m.a. íslandsmeistari í stórsvigi á sl. ári. Skýrt var frá því, að Umf. Reynir hefði unnið „Sjóvábikar- inn” á sl. ári, en það félag hlýtur hann, sem fær flest stig samanlagt úr öllum mótum UMSE. Þá var umf. Þorsteini Svörfuði veittur „Félagsmálabikar UMSE” fyrir vaxandi og góð félagsmálastörf. ÞJ. 33 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.