Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 8
Viötcd viö
Eðvard Þ. Eðvarösson
Guömundur Gíslason
Það má segja um okkur Islendinga að við séum nokkuð vel syntir
þegar á heildina er litið, en er við etjum kappi við aðrar þjóðir þá höf-
um við oftast verið með þeim síðustu í mark. Nú virðist vera að einhver
breyting sé að verða á þessu því ungur piltur úr Njarðvík hefur sýnt og
sannað að við getum náð langt í þessari iþrótt ef við sýnum dugnað
og áhuga við það og einnig að ekki þarf að fara út fyrir landssteinana
til þess að æfa. Þessi piltur Eðvarð Þór Eðvarðsson náði s.l. sumar
glæsilegum árangri á Evrópumeistaramótinu er fram fór í Búlgaríu,
hefði sá árangur náð að koma honum í úrslit í 100 m. baksundi á síð-
ustu Olympíuleikum. Eðvarð er ungmennafélagi eins og flest okkar
besta íþróttafólk í einstaklingsgreinum, hann er félagi i Ungmenna-
félagi Njarðvíkur. Því þótti Skinfaxa alveg tilvalið að spjalla stuttlega
við hann um sund og fleira.
Þú ert fæddur og uppalinn
hérna í plássinu er það ekki?
Jú, en ég fæddist reyndar í
Reykjavík en fluttist strax hingað
og hef verið hér síðan.
Hvenær fékkstu áhuga á sundi
og ferð að æfa?
Ég byrjaði að gutla er ég var
átta ára, en fór að byrja æfa er ég
var 11 ára með keppni í huga.
Hafa ekki aðrar íþróttir komið
til greina hjá þér?
Jú, jú, ég hef verið í körfu, fót-
bolta og flestum öðrum greinum.
En hvað kom til að þú valdir
sundið?
Mér fannst ég fá meira í sund-
inu en körfuboltanum þá meira
fyrir sjálfa mig, ég er frekur á
sjálfan mig. Ég vill fá meira úr
sjálfum mér en liðsheildin er.
Þetta er eiginlega metnaður í að
fá allan heiðurinn sjálfur.
Finnst þér það vera þess virði?
Já, það er þess virði ef maður
nennir þessu.
Hver var hvatinn að því að þú
fórst í sundið, var það einhver
Eövarö Þór Eövarösson. Ljósm.
Skinfaxi/GG
heimafyrir er hvatti þig til þess
eða eitthvað annað?
Ja, ég hef alltaf verið i sundi og
eignaðist fljótt félaga er voru í
sundi og síðan í skólanum var ég
hjá kennara er hafði mikinn
áhuga á þessu og sendi mig í þetta
hingað í Njarðvík og þá var Frið-
rik að þjálfa. Síðan hefur þetta
þróast upp í það sem það er í dag.
Hefurðu ekki séð eftir því að
hafa hætt í körfunni?
Nei, maður missti að vísu félga
í körfunni en eignaðist í staðinn
félaga i sundinu.
Hefur mikil rækt verið lögð við
sundið hér í bænum?
Já, já, þeir hafa gert eitthvað að
því, hafa t.d. styrkt mig i sam-
bandi við utanlandsferðir bæði
bæjarfélagið og sunddeildin og
svo líka einstaklingar út í bæ og
fyrirtæki.
Þannig að þú finnur að það er
fylgst með þér í sundinu?
Já, maður finnur að það er ein-
hver bakvið mann.
Nú náðirðu þessum góða ár-
angri seinni part sumars, eru þá
ekki allir boðnir og búnir að
styðja þig og styrkja?
Hópurinn sem var á œfingu ásamt Friöriki þjálfara sínum. Ljósm.
Skinfaxi/GG
8
SKINFAXI