Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 18
A karateœfingu Guömundui Gíslason Hér á öðrum stað í blaðinu er grein um karate þjálfun. Þess vegna fannst Skinfaxa tilvalið að bregða sér á æfingu hjá Karatedeild Gerplu og spjalla við nokkra krakka sem nýbyrjuð eru að stunda karate. Er Skinfaxi mætti á æfinguna hafa verið um 40—50 krakkar mættir til að æfa karate, þetta sýnir að þessi íþrótt er í örum vexti hér á landi og virðist njóta mikilla vinsælda hjá krökkum og unglingum. En hér á eft- ir fara stutt viðtöl við þrjá krakka er voru á æfingunni. Sighvatur Ómar Kristinsson 8 ára Ertu búinn að vera lengi í karate? Nei ég er bara byrjandi, ég held að ég sé búinn að vera tvo mán- uði. Og er mjög gaman? Já. En hefurðu ekki verið i neinum öðrum íþróttum? Jú, ég hef verið í fótbolta hjá Val. Áttu ekki heima í Kópavogi? Nei ég á heima í Breiðholtinu. En afhverju fórstu í Val en ekki Leikni eða ÍR? Af því ég held með Val. Hvers vegna fórsu í karate? Nú af því ég vildi vera svoldið sterkur af því að ég er svo aumur. Hvað borðarðu ekki hafra- graut og tekur lýsi? Jú jú, alla morgna. Finnst þér þú vera sterkari eftir að þú byrjaðir að æfa karate? Já, svoldið. Túskastu stundum við hina strákana í skólanum? Já, stundum, en ég nota ekki karate því það er bannað, og stundum hef ég þá. Heldurðu með Val bæði í fót- bolta og handbolta? Ég held með þeim í öllu og svo er Manchester United uppáhalds- liðið mitt í ensku knattspyrnunni, en ég fylgist ekki mjög mikið með henni. Ætlarðu að halda áfram í karate? Já já. Finnur Þór Guðjónsson 13 ára Hvenær byrjaðir þú að æfa karate? Það var í janúar s.l. Og af hverju fórstu í karate? Bara mig langaði til þess. Og er meira gaman en þú átti von á? Já, það voru allir búnir að segja mér að þetta væri ferlegt púl. Maður þyrfti að taka 60 armbeygjur ef maður mætti of seint. Er það? Nei það er ekki svoleiðis, bara smá refsingar stundum. Er ekki strangur agi í karate? Jú, það má ekki tala saman á æfingum, en ef maður gerir það þá er maður látinn gera 5 eða 10 armbeygjur. Ertu farinn að keppa? Nei ég er ekki svo góður. Ég næ kannski gula beltinu fyrir jól. Maður byrjar með ekki neitt og svo tekur maður gula beltið og svo kemur appelsínugult, grænt, blátt o.s.frv. Það er þá langt í svarta? Já, það eru örugglega mörg ár. Æfirðu líka handbolta? Já, ég ætla að æfa með Breiða- blik í vetur. Fylgistu með ensku knatt- spyrnunni? Já, og ég held með Liverpool eða Southampton. Æfirðu oft í viku? Við æfum þrisvar sinnum í viku. Er dýrara að vera í karate en fótbolta? Nei ekki finnst mér það, maður þarf svona galla en enga skó. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.