Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 23
Frá kvöldvöku Á þingi UMFÍ 6.—8. sept. s.l. var efnt til kvöldvöku er tókst með miklum ágætum. Þar var bryddað upp á mörgum skemmti- legum og spaugilegum atriðum á kostnað ýmsra þingfulltrúa bæði upp á sviði og út í sal. Pálmi Gíslason fór á kostum, en hann lék í leikþætti og flutti gamanmál þar sem hann fór illa með rit- stjóra Skinfaxa sem hafði verið svo góður að hjálpa honum í einu atriðinu. Þá voru fimm stjórnar- menn UMFÍ teknir upp á svið og látnir sýna hvað þeir væru nú snöggir að átta sig og hreyfa. Það kom í ljós að Björn Ágústsson var Björn bíddu eítir mér! Björn Pálma Gíslason aí. Ljósm. Skin- þeirra sneggstur í alla staði. Þá fluttu nokkrar konur úr Umf. Hrunamanna stuttan leikþátt, en leiklist hefur verið mjög stór þátt- ur í starfsemi félagsins í gegnum Ágústsson hefur hér stungiö árin. Félagið hefur sett upp mörg stór verk, og var það síðasta sýnt fyrir þremur árum. En þessi kvöldvaka tókst mjög vel og allir skemmtu sér konunglega. Námskeiö hjá FRÍ Fræðslunefnd FRÍ gegnst fyrir 2 námskeiðum í nóvember n.k. Helgina 9.—10. nóv. verður hald- ið B-námskeið i milli- og lang- hlaupum og hindrunarhlaupi. Kennarar verða Jón Diðriksson og Gunnar Páll Jóakimsson. Þeir sem hafa tekið A stig FRÍ eða ÍSÍ geta orðið sér úti um B stig á þessu námskeiði, en allir sem áhuga hafa á frjálsum íþróttum eru velkomnir og hvattir til að mæta. Þátttökugjald og efnis- gjald er 500 kr. Námskeiðið hefst kl. 10.00 laugardagsmorguninn 9. nóv. í íþróttamiðstöinni Laugar- dal. Helgina 16.—17. nóv. heldur Einar Vilhjálmsson námskeið í spjótkasti. Kastarar, og þá sér- staklega spjótkastarar og þjálfar- ar eru hvattir til að mæta, og læra af reynslu meistarans. Námskeið- ið fer fram í KR heimilinu og íþróttahúsi og hefst það kl. 10.00 á laugardagsmorgni. Þátttöku- gjald er 500 kr. Bréí írá Sovétríkjunum Fyrir nokkru barst okkur bréf frá ungum námsmanni í Moskvu sem óskar eftir því að komast í samband við íslensk ungmenni. Hann er 26 ára og á heima i Moskvu og er á einskonar æskulýðslínu í skóla þar. Nafn hans er Victor Gladkov, hann hefur einnig mjög mikinn áhuga á íslenskum ungmennafélögum og starfi þeirra, þá safnar hann frí- merkjum frá Norðurlöndunum og þá einkum Islandi. Hann óskar eftir að komast í samband við íslensk ungmenni með svipuð áhugamál, þess vegna látum við fylgja hér heimilisfang hans ef einhver hefði áhuga á að skrifa honum. Þið skuluð ekki láta ykkur bregða þó það taki ein- hvern tíma að fá svar eftir að þið hafið skrifað honum því það tekur þó nokkurn tíma fyrir bréf að berast frá Sovétrikjunum. Bréfið er hann sendi okkur var póstlagt 2. september en barst okkur 1. október. En hér á eftir kemur heimilisfangið. (Victor skrifar á ensku). Victor Gladkov Moskow Do Vostrebovania E-442 SU-111 442 Sovét Union .c.i LiU<.oH ik , )»v«an>.r \(i tTO R GLnbKou * | i>Q UOLTflZUQvíUtiA iu-nr WJ. M/xcoii'. E-liU 1 SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.