Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 36
Hvaða fugl
er þama?
Hugleiðing um fugla
fyrir göngufólk
Haustið er gengið í garð, litverpt engi og
tún, skreytt lauf á blöðum og feykt til
jarðar, hvítmörkuð fjöll vetri og innblásið
hinni fiðruðu drótt vetrarkviða, svo á
henni hefur verið erill, farleitni til vetrar-
heimkynna. Enn koma hópar lóu í Laug-
Heiólóa
A sumrin svört bringa
ardalinn, neðan húss míns og tína í ákefð
til að safna forða til flugs um 1000 km. veg
í einni lotu. Þær hafa aflagt svörtu bringu
og kviðsvuntuna. Skógarþrestirnir hafa
Skógarþröstur
Rauóur undir væng og á síóum
um skeið komið í lotum að norðan. Úðað
fyrst í sig rifsberjum en síðan rifið i sig
reyniber en eru svo allt í einu horfnir eftir
erilsamt flug í flokkum um trjágarða,
vonandi velhlaðnir forðanæringu til að
mæta orkueyðslu farflugsins i 15—20 klst.
en eftir sitja vetrarsetu þrestir, sem söngla
angurvært vetrarkvíðann. Úr nætursetu
trjánum. Auðnatittlingar skjótast milli
Auónutittlingur
Rauóur frananveróur kollur
birkitrjánna, hanga við fræekla birkisins
og tína í sig. Rauður ennisblettur, kvikar
hreyfingar og há langvinn dillandi flugr-
una gæða umhverfið unaði. Saman við þá
blandast grænlenskir ættingjar stærri og
Ijósari. Sumir verða hér vetrargestir en
aðrir eru umferðarfarfuglar.
misvíxl-krossast Karlfugl
rauður, kvenfugl grágrænn
Innrás gerðu hingað í sumar i barrtrén,
krossnefir og pánefnir, sem stálu Ierkifræi
úr gróðurhúsum á Hallormsstað en reittu
niður lerkiköngla í trjágarði Reykjavíkur í
Laugardal. Skoltar gogga þeirra gengu að
framanverðu á misvíxl. Þaðan nafnið —
og þó, því að helgisögn segir að þeir séu
fuglarnir, sem reyndu að losa nagla úr lóf-
um og ristum Jesús á krossunum og því
bognuðu goggarnir og bringur lituðust
blóði þess krossfesta.
Sendlingur
Frá barrskógum norður-Evrópu halda
þeir á stundum er fæða bregst, en hana
sækja þeir inn milli fræblaða, köngla og
til þess verks hefur goggurinn tillíkst. Þeir
verpa í barrskógum á vetrum. Talað er
einkum um farfugla til heitari landa, en
þeir íslenskir varpfuglar eru til sem færa
sig til varpstöðva upp til heiða t.d. sendl-
ingur, eða inn i berkiskóg og kjarr t.d.
músarrindill, en beina svo för sinni að
hausti til vetrardvalar í þang og leirfjörur
eða í urðir og grjótgarða. Þeir láta ekkert
ráp til sólbakaðra landa freista sín. Út yfir
viðfeðmi hafsins leita bjargfuglarnir og
fugl tjarna íslenskra mýra, óðinshaninn.
Öóinshani
En til vetrardvalar koma hingað einkum í
fjörur suð-vesturlands tegundir frá Græn-
landi eins og tildran, frá meginlandi Evr-
ópu fjöruspóinn, sem verður þekktur frá
Xengri og bognari en á spóa
spá á órákóttum kolli, lengra og bognara
nefni. Þar má rekast á háfættan, blýfráan
hegra, sem á flugi fellir langan háls í s-
Tildra
Flikrótt, muöfætt
beygju. Þegar hefur fréttst at' tveimur á ós-
hólma Hólmsár við Elliðavatn ofan
Reykjavíkur. Hver sem nú vetur gengur
með í fjörum, skyldi hafa með sér fugla-
bók og sjónauka, þvi að á nætarborð
fjöru og á grunnsævi kemur mörgum á
óvart hve þar getur verið markvikt af
36
SKINFAXI