Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 5
Hveijii
eiu
menn-
irnir?
Þegar ljósmyndasafn Skinfaxa
er skoðað rekst maður á mjög
margar skemmtilegar myndir er
hafa verið teknar við hin ýmsu
tækifæri. Til gamans birtum við
hér tvær úr safninu og spyrjum
hvaða menn eru þetta á myndun-
um? Þeir sem þykjast vita hverjir
mennirnir eru geta sent okkur
bréf með nöfnum þessara manna
og átt möguleika á að eignast bók
UMFÍ Ræktun lýðs og lands eða
hljómplötu með hljómsveitinni
Aþenu frá Egilsstöðum, en hún
sigraði í hljómsveitakeppninni í
Atlavík árið 1983. Veitt verða
þrenn verðlaun fyrir rétt svör, og
verður dregið úr réttum lausnum
ef mörg rétt svör berast. Munið
bara ef þið verðið með í þessum
leik okkar að tilgreina nafn ykkar
og heimilisfang og póstnúmer.
Spreytið ykkur nú á þessum
myndum og sendið okkur svör
ykkar.
Getiauníi
Þegar gluggað er í ársskýrslu UMFÍ er lögð var fram fyrir síðasta
sambandsþing kemur í ljós að tekjur ungmennafélaga af sölu get-
raunaseðla hafa farið vaxandi. Rekstrarárið 1981—82 voru tekjur
20,05% af heildartekjum en rekstrarárið 1984—85 voru tekjurnar
orðnar 23,31% af heildartekjum. Þetta sýnir að ungmennafélögin
standa sig nokkuð vel í að selja getraunaseðla þó alltaf sé hægt að gera
betur. En því má skjóta hér inn að UMFÍ á 20% í íslenskum Getraun-
um og hefur salan því síðustu árin verið vel yfir þeirri prósentu, en
sölulaun til félaga eru 25% af seldum seðlum. Því ættu öll ungmenna-
félög að kynna sér vel þessa góðu og miklu tekjulind.
SKINFAXI
5