Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 10
Arsþing UIA Þing UÍA 42. ársþing UÍA var haldið á Seyðisfirði 13. og 14. september s.l. Fulltrúar voru 40 talsins frá 10 félögum, og er það mjög léleg mæting því rétt til setu á þinginu áttu 131 fulltrúar frá 33 félögum. Samþykkt var lagabreyting þess efnis að þingtími UÍA verði fram- vegis á tímabilinu 20. apríl til 5. maí og er það svipaður þingtími og hjá öðrum héraðssambönd- um. Þingið sóttu frá UMFÍ þeir Sigurður Geirdal og Guðmundur Gíslason og frá ÍSÍ kom Hannes Sigurðsson. Þótt þingið hafi verið fámennt var það mjög starfsamt og líflegt í alla staði, mjög margir tóku til máls um hin ýmsu mál og er greinilegt að UIA hefur á að skipa mjög duglegu og kraft- miklu forystufólki. Mörg mál voru á dagskrá þingsins og marg- ar tillögur samþykktar eins og t.d. stuðningi við áframhaldandi und- irbúning landsmótshalds í Nes- kaupstað 1990, að stofnað verði skógræktarráð UÍA. Einnig fagn- aði þingið því átaki sem gert hef- ur verið í iþróttamálum fatlaðra i fjórungnum, þá fagnaði þingið bættri aðstöðu ISÍ við aðildar- félög sín en lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum á fjársvelti ýmissa sérsambanda ÍSÍ. Þá lagði þingið til að íþróttanefnd ríkisins hætti útdeilingu kennslustyrkja eftir núgildandi reglum sem að miklu leyti hafa gilt síðan 1951. Þess í stað verði fé þetta látið renna í sérstakan sjóð sem skiptist milli héraðssambanda eftir félagafjölda og skal það renna til fræðslumála á hverju svæði eftir ákvörðun viðkomandi stjórnar. Margar aðrar samþykktir voru gerðar á þessu þingi, þvi eins og áður sagði var þetta mjög starf- samt þing. Á þessu þingi urðu formannaskipti í stjórn sam- bandsins, Hermann Níelsson sem verið hafði formaður í mörg ár lét nú af störfum en við tók Adólf Guðmundsson á Seyðisfirði. Skinfaxi vill nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni Níelssyni Hermann Níelsson fyrrv. form. UÍA. Ljósm. Skinfaxi/GG fyrir frábær störf í hreyfingunni með von um að hann sé nú ekki alveg hættur að starfa fyrir hana. Um leið býður Skinfaxi nýjan for- Adólf Guömundsson núverandi form. UÍA. Ljósm. Skinfaxi/GG mann Adólf Guðmundsson vel- kominn til starfa, en þó hann sé ekki mjög kunnur í félagsforyst- unni þá er hann vel þekktur í íþróttunum bæði á leikvelli og ut- an hans. En Adólf hefur keppt í mörg ár með Huginn bæði i knattspyrnu og handknattleik, þá hefur hann einnig þjálfað hjá Huginn í þessum íþróttagreinum og einnig hjá UÍA. G.G. Jóhann Hansson afhendir Hermanni gjöfírá UÍA. Ljósm. Skinfaxi/GG 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.