Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 29
Bœjakeppni Þann 14. ágúst ’85 fór fram „bæjakeppni" í frjálsum íþrótt- um í flokki 14 ára og yngri milli Umf Selfoss og Umf Snæfells i Stykkishólmi. Snæfellsfélagar alls 54 að tölu lögðu land undir fót snemma morguns undir öruggri farastjórn íþróttakennar- ana, Maju, Óla Sig. og Sigurþóri ásamt nokkrum foreldrum. Sólin skein svo allir voru að stikna í rút- unni, en er komið var upp á Hell- isheiði var skyndilega orðið al- skýjað og reyndist svo einnig á Selfossi. Við létum þetta ekki á okkur fá enda öllu vön af veður- guðunum. Góðar móttökur feng- um við á Selfossi. Boðin aðstaða til gistingar í hinu nýja húsi Skarphéðins „Selinu" sem þau sögðu að vísu væri ekki reiknað með að hýsa svo stóra hópa, en þröngt mega sáttir sitja og salur- inn varð ein flatsæng. Níels Jónsson Umí. Snœíelli. En hann setti héraösmet í 800 m. hlaupi 10 ára og yngri. Ljósm. Diörik Haraldsson. íþróttakeppnin hófst og spenn- an var í algleymingi ýmist var það Snæfell eða Selfoss sem leiddi í stigakeppninni, jafnari hefði keppnin varla getað verið, allir lögðu sig fram og héraðsmet sett, fólk var komið á góðan völl í hörkukeppni, sumir aðeins feng- ið að keppa á einu móti fyrr um sumarið svo nauðsynlegt var að bæta sinn árangur. Þegar síðasta grein hófst voru stig jöfn svo mik- ið valt á því fólki sem nú fór til keppni í 800 m hlaupi pilta, spennan í algjöru hámarki. Þegar hlaupinu lauk hafði Selfoss 4 stiga forystu einhver varð að vinna og ánægjulegri keppni var lokið. A meðan á keppni stóð veittum við því athygli að farið var að rjúka við húsvegginn á Selinu, að vitum barst ilmur sem örvaði vatn í munni, sem sagt félagar í Umf Selfoss voru að grilla pylsur, og buðu þeir öllum mótsgestum til grillveislu að loknu móti. Við nutum ósvikinnar gestrisni Sel- fyssinga með því viðmóti sem þeir sýndu. Verðlaunaafhending fór fram, fyrstu 3 í grein fengu skjöl, félagið sem sigraði bikar sem gef- inn var af frjálsíþróttadeild Sel- foss. Áform eru um að slík, mót verði árlegur viðburður og von- andi tekst það. Fyrirhugað var hjá fararstjór- um að hafa kvöldvöku og heppi- legast reyndist að fram færi spurningakeppni eftir að allir væru komnir í poka og skipt væri í lið eftir röðum á gólfinu, reynd- Atli Sigurþórsson Umí. Snœfelli. Hann setti héraösmet í hástökki 10 ára og yngri og stökk 1,25 m. Ljósm. Diörik Haraldsson. ist þetta vel, þurfti að búa til auka spurningar vegna áhuga þátt- takenda. Að morgni var farið í sundlaugina á Selfossi, enginn slapp við að prófa rennibrautina, hvort sem hann var lítill eða lang- ur, ungur eða eldri. Á leið heim var Tívolí í Hveragerði heimsótt við mikinn fögnuð og gefinn góð- ur tími til að reyna tæki og leikni fólks. Fyrir Snæfellsfélaga var ferðin skemmtileg og góður endir á sum- arstarfinu, og heim komu þreyttir en glaðir íþróttakappar eftir vel heppnaða ferð. Magndís Alexandersdóttir SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.