Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 31
Sund í Neskccupstaö íþróttafélagið Þróttur í Nes- kaupstað var stofnað fyrir 62 ár- um og hefur starfað nær óslitið síðan ef undan eru skilin 4—5 ár frá 1928 til 1933, en þá var lítið sem ekkert starfað. Oft hefur ver- ið mjög öflugt íþróttalíf í Þrótti og Þróttarar jafnvel skipað sér í raðir bestu íþróttamanna lands- ins, og nægir þar að minnast á gullaldarárin okkar í sundi sem voru á milli ’48 og ’58. Þá naut sundlaugin affallsvatns frá disel- rafstöð bæjarins og var opin í átta til níu mánuði á ári. Nú er öldin önnur, búið að virkja í fjórðungn- um og ekkert affallsvatn að fá, sundlaugin hituð upp með svart- olíu og aðeins opin í um fimm mán. á ári. Reglulegar sund- æfingar eru ca. fjóra mánuði og útkoman því miður eftir því. Þrátt fyrir allt lítur sunddeild Þróttar björtum augum á fram- tiðina og starfar af krafti þennan stutta tíma sem hægt er að synda. Eitt af mörgu skemmtilegu sem gert var i sumar var að heimsækja Baksund stúlkna aö hefjast. SKINFAXI Hópurinn er fór frá Þrótti til Akureyrar á mótiö. sundf. Óðinn á Akureyri, og taka þátt i opnu sundmóti Óðins. Sameinuð var þar skemmti- og keppnisferð og varð þar svo sann- arlega enginn fyrir vonbrigðum. Tuttugu og þrjú ungmenni tóku þátt í ferðinni auk farar- stjórn og þjálfara. Norðanmenn tóku mjög vel á móti okkur og dvöldu við þar i góðu yfirlæti frá föstud. framá mánud., helgina 23.—26. ágúst. Eftir sundmótið sem stóð yfir laugardag, sunnu- dag, var öllum boðið í skógarferð út með firðinum í skemmtilegt sumarhús og var þar haldin pylsu-, gos- og kaffiveisla, verð- launum úthlutað og mikið sung- ið. Sunddeild Þróttar vill nota tækifærið um leið og við sendum Skinfaxa þennan pistil með myndum frá ferðinni að, þakka þeim norðanmönnum góðar móttökur og góða kynningu í von um frekari samskipti siðar. Már Sv.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.