Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 25
Fylkir og Leiftur falla nú í 3.
deild á ný eftir aðeins árs dvöl í 2.
deild. Það vekur umhugsun um
það hvort bilið milli 2. deildar og
3. deildar hafi breikkað. Ég spái
því að þessi lið bæði tvö verði í
toppbaráttu 3. deildar að ári því
liðin voru að mínu mati ekkert
lakari en liðin um miðbik deildar-
innar, einungis óheppnari.
3. deild lcarla.
Lolcastaöan:
SV-riðill
Röfi Félag Leikir Slig Mörk
1. Selfoss 14 34 37:11
2. Grindavik 14 23 24:17
3. Reynir S. 14 22 30:20
4. ÍK 14 18 26:24
5. Ármann 14 17 19:17
6. Stjarnan 14 16 12:24
7. HV 14 14 20:26
8. Víkingur Ó. 14 8 12:41
Selfyssingar sigruðu riðilinn
örugglega undir stjórn hins
reynda þjálfara Magnúsar
Jónatanssonar. Selfoss tók strax
forystuna í riðlinum og lét hana
ekki af hendi aftur.
Gengi liðanna í riðlinum var
annars svipað og ég reiknaði með
fyrirfram nema hvað Víkingur
Ólafsvík kom mér á óvart með
lakri frammistöðu og falli i 4.
deild. Víkingar sem bitu svo
hressilega frá sér i fyrra og lentu
þá í þriðja sæti riðilsins voru
heillum horfnir í sumar, hvað sem
olli.
NA-riðill
Röð Félag Leikir Stig Miirk
1. Einherji 16 36 35:17
2. Tindastóll 16 33 26:8
3. Magni 16 32 31:18
4. Leiknir F. 16 28 24:23
5. Austri 16 19 25:22
6. Valur Reyðarf. 16 17 22:28
7. Þróttur N. 16 16 22:25
8. Huginn 16 14 24:40
9. HSÞ b. 16 6 19:47
Þeir bestu sigra alltaf það sann-
aðist að mínu mati í þessum riðli.
Einherji var með reynt og sterkt
lið sem náði forystunni þegar leið
á mótið og lét hana ekki af hendi
eftir það.
Tvö lið féllu úr riðlinum að
þessu sinni þar sem ekkert lið féll
í fyrra vegna kærumáls sem upp
kom. HSÞ.b. stóð uppi með að-
eins sex stig og féll því en fall Hug-
ins lá ekki fyrir fyrr en eftir síð-
ustu umferðina en þá tapaði liðið
fyrir Tindastóli á meðan Reyð-
firðingar björguðu sér fyrir horn
með því að sigra Leikni.
Lrslitaleikir:
Einherji: Selfoss 2:1
Selfoss: Einherji 2:0
Selfoss náði að sigra á heima-
velli sínum með tveggja marka
mun og tryggja sér þar með ís-
landsmeistaratitilinn.
4. deild karla.
A-riðill. Lokastaðan:
Röð Félag liíikir Stig Mörk
1. ÍR 10 30 40:8
2. Grótta 10 22 24:15
3. Víkverji 10 15 17:20
4. Grundarfj. 10 13 17:24
5. Leiknir R. 10 5 19:25
6. Léttir 10 3 11:36
ÍR sigraði sinn riðil mjög glæsi-
lega eða með fullt hús stiga og
varð eina liðið í 4. deild sem tókst
það. Sigur ÍR kemur ekki á óvart
því liðið sigraði sinn riðil líka í
fyrra með miklum yfirburðum en
sat þá eftir með sárt ennið fyrir
mikinn klaufaskap.
í þessum riðli vekur athygli
slæmt gengi Léttis en liðið tók
þátt í úrslitakeppninni í fyrra eftir
að hafa sigrað í B-riðli.
B-riöill. Lokastaöan:
4. deild B riðill
Röð Félag Leikir Stig Mörk
1. Hafnir 10 26 32:6
2. Afturclding 10 20 43:19
3. Hveragcrði 10 15 20:16
4. Stokkseyri 10 13 32:21
5. I>ór Þorláksh. 10 11 25:27
6. Mýrdælingar 10 0 4:67
Lið Hafna kom á óvart og sigr-
aði þennan riðil nokkuð sann-
færandi. Liðið lék heimaleiki sína
í Keflavík og voru leikmenn þess
úr Keflavík og nágrenni þannig
að styrkur liðsins þarf ekki að
koma svo mjög á óvart.
Árangur annarra liða er eins og
við mátti búast og Drangur sem
nú lék undir nýju nafni vermir
botnsætið sem fyrr.
C-riöill. Lokastaöan:
Röð Félag Leikir Stig Mörk
1. Augnablik 10 23 34:18
2. Árvakur 10 22 28:17
3. Haukar 10 17 24:19
4. Snæfell 10 9 11:17
5. Reynir H. 10 7 14:22
6. Bolungarvík 10 5 11:29
Skaupararnir úr Kópavogi sigr-
uðu þennan riðil eftir spennandi
keppni við Árvak, hver var að
segja að þeir vildu ekki vinna. í
raun voru það Haukar sem
tryggðu Augnablik sigurinn með
því að leggja Árvak að velli í næst
síðustu umferð. Haukarnir létu
reyndar ekki þar við sitja heldur
tóku þeir Augnablik í kennslu-
stund í lokaleik riðilsins.
SKINFAXI
25