Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 20
Slcákþáttur
Allir skákmenn, sem komnir
eru til vits og ára kannast við
júgóslavneska skákritið Infor-
mator, sem út kemur tvisvar á ári.
Hvert hefti hefur að geyma bestu
skákir sem tefldar voru á liðnu
hálfu ári og þær eru skýrðar af
fremstu skákmeisturum heims.
Er útgáfa ritsins hófst, 1966, þótti
það ómissandi hverjum skák-
manni enda átti það engan sinn
líka. Nú er aftur svo komið að
auðveldara er að afla upplýsinga
og nálgast þessar skákir úr öðrum
áttum en „gamli Informatorinn“
stendur þó alltaf fyrir sínu.
í hverju hefti er að finna lista
yfir bestu skákir í undanfarandi
riti sem valdar eru af dómnefnd
tiu valinkunnra skákmanna. Oft-
ast hefur Karpov hlotið heiðurinn
af því að eiga best tefldu skákina.
íslendingar hafa sjaldan komist á
blað — skák Guðmundar Sigur-
jónssonar við Szabo á Reykjavík-
urskákmótinu 1968 hefur náð
lengst, varð í fimmta sæti. Bot-
vinnik átti þá bestu skákina,
Spassky þá næstbestu og Tal lenti
í þriðja sæti. Guðmundur átti því
bersýnilega í mikilli samkeppni.
Á dögunum barst mér í hendur
39. Informatorinn, sem nær yfir
skákir tefldar á fyrra helmingi
þessa árs. Karpov og Kasparov
eiga bestu skákina í síðasta riti,
að því er dómnefndin telur. Skák
nr. 27 úr einvíginu endalausa.
Karpov vann skákina eftir óað-
finnanlegt endatafl. í fjórða sæti
á listanum er önnur skák úr ein-
Botvmnik gaf
Helga stig
Jón L. Áinason
viginu, skák nr. 48, sem jafnframt
var síðasta skák þeirra félaga að
svo stöddu. Campomanes, forseti
FIDE, greip í taumana og frestaði
einvíginu vegna þreytu keppenda.
Kasparov vann síðustu skákina
og það er athyglisvert að hún
skyldi verða talin meðal best
tefldu skáka þessa tímabils og
næstbesta skák einvígisins.
Hvernig geta þreyttir menn teflt
svo góða skák?
íslendingar eiga eina skák á
þessum lista, sem lendir í 20. sæti.
Það er skák Helga Ólafssonar við
Hort frá ólympíuskákmótinu í
Þessalóniku. Helgi fær þrjú stig
fyrir skákina, tvö frá Lothar
Schmid, yfirdómara í einvígi ald-
arinnar i Laugardalshöllinni
1972, og eitt stig fær hann frá
sjálfum Mikhail Botvinnik.
Dómnefndina skipa auk þeirra,
Robert Byrne, Chandler,
Gligoric, Hort, Padevsky, Szabo
og Smyslov. Hver dómari velur
tíu bestu skákirnar að sínu mati
og gefur þeirri bestu 10 stig.
Helgi má vera stoltur af því að
skák hans skyldi hljóta náð fyrir
augum Botvinniks, sem þekktur
er fyrir vísindaleg vinnubrögð og
kröfuhörku. Víst er skákin vel
tefld af beggja hálfu en kannski
er það endataflið fyrst og fremst
sem Botvinnik hefur hrifist af.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Vlastimil Hort
Drottningarbragð.
l.Rf3 d5 2.d4 Rf6 3.c4 dxc4
4.Rc3 a6 5.e4 b5 6.e5 Rd5 7.a4
Rxc3 8.bxc3 Dd5 9.g3 Bb7 10.Bg2
Dd7 ll.Ba3 Bd5 12.0-0 Rc6
13.Hel g6 14.Bc5 Hd8
Hvítur hótaði 15.axb5 og því
víkur svartur hróknum undan.
Þessi leikur er annars endurbót
Horts á áður tefldum skákum þar
sem hróknum var leikið til b7.
15.axb5 axb5 16.Rg5 Bxg2 17.e6!
Það fylgir sögunni að rétt í
þann mund sem Helgi ætlaði að
leika e-peðinu fram settist fluga á
e6-reitinn og kom báðum kepp-
endum til að brosa. Textaleikur-
inn er mun sterkari en 17.Kxg2
sem svartur svarar með 17.-Bh6!
og stendur vel.
17. -fxe6
Ekki 17.-Dd5? vegna 18.exf7 +
Kd7 19.Dg4+ og vinnur.
18. Kxg2 Dd5 + 19.Df3 Dxf3 +
20.Kxf3 20.Kxf3 Hdd5 21.Rxe6
Kd7 22.He2 Bh6 23.Hael Ha8
24.g4 Bg5?
Eftir skákina benti Hort á 24-
b4! sem heldur taflinu í jafnvægi.
T.d. 25.cxb4c3 26.g5! (ekki 26.b5?
20
SKINFAXI