Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1985, Blaðsíða 7
sem miða að þessu. Má segja að fólkið sé kennt að ganga uppá nýtt. Það gefur auga leið að þó karatemaður kunni til hlýtar ýmis högg, spörk og varnir, þá koma þau honum að litlum notum, ef staða fótanna er veik. Samhliða karatehreyfingunum verður að stjórna önduninni á réttan hátt. Megin- reglan er að andað er frá sér í lok hvers höggs, varnar eða sparks. Þessi útöndun ásamt læsingu vöðva er kallað einu nafni KIME. Spakmæli eitt hljóðar svo: „Enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkur henn- ar“. Þetta getur átt við KIME, þ.e. ef gleymist að læsa einum einasta vöðva frá hnefa ofaní hæl, veikist höggið sem því nemur, líkaminn er þá strax orðinn eftir- gefanlegur í högginu, en markmiðið er að höggið verði eins sterkt og unnt er. í upphafi hvers höggs er nauðsynlegt að slaka vel á öllum vöðvum og hafa athygl- ina vakandi, um Ieið og merki er gefið af þjálfara eða árás er yfirvofandi þá er hver spenna i vöðvum til trafala, hún vinnur á móti hreyfingunni og tefur hana. Vöðvana á ekki að læsa fyrr en í enda höggsins. Ekki vantar einbeitinguna hjá þeim yngstu. Ljósm. Skiníaxi/GG Slíkt viðbragð er æft upp sérstaklega í karate með því að nemendur bíða viðbún- ir eftir merki frá þjálfara. Um leið og þeir verða þess varir eiga þeir að gera ákveðna hreyfingu eins fljótt og þeir geta. Hér eru æfð upp taugaboð frá heila til vöðva I gegnum hljóðnema líkamans, eyrun. Seinna æfa tveir saman og annar gerir árás og hinn bregst við um leið og hann verður var við árásina, hér er það sama æft, nema í skynfærið eru augun og er þar komið meir út i raunveruleikann. Með stöðugri þjálfun er hægt að stytta við- bragðstímann verulega. Taugaboðleiðirn- ar verða æ óhindraðri og virkari. í karate er þetta nefnt tæming. Sumir bestu karate- menn heimsins virðast hafa meðfædda hæfileika á þessu sviði. Ég ætla að láta þetta nægja um þjálf- unarkerfi karate, en margt er enn ósagt eins og t.d. Agaþjálfun karate og hug- leiðsla eða einbeitingaræfingar í byrjun og lok hvers karatetíma. Þetta er ekki árennilegur hópur. Ljósm. Skiníaxi/GG Karatedeild Gerplu I Karatedeild Gerplu æfa nú í haust um 50 manns, þar af um 35 byrjendur. Æft er þrisvar í viku, klukkustund í senn. í deild- inni er kenndur karatestíll sem nefnist SHOTOKAN karate, en hann er upprunn- inn frá Japan og einkennist af djúpum stöðum og langdrægum höggum og spörkum. Stillinn er langfjölmennasti karatestíll I heiminum í dag og æfa hann um 39% af öllum sem stunda karate, Kung Fu og aðrar slíkar sjálfsvarnaríþróttir. Stílafbrigði karate skipta tugum og nú er svo komið að karate er æft í öllum heims- álfum og flestum löndum heims. Gerpla hefur innan sinna vébanda marga góða keppnismenn, sem hafa stað- ið sig vel á mótum, en vegna hversu deildin er ung eru þetta flest ungt og upprennandi karatefólk, sem hefur framtíðina fyrir sér í íþrótt sinni. Karatedeildin tekur inn byrj- endur 3—4 sinnum á ári hverju og eru allir velkomnir til æfinga í þessari spennandi íþrótt. Að lokum vona ég að með þessari grein fái lesendur örlitla innsýn i hvernig karate- þjálfun fer fram, en sjón er sögu ríkari og eru öll karatefélögin opin þeim sem vilja koma að lita á æfingu. Með Ungmennafélagskveðju, Karl Gauti Hjaltason GERPLU T.v. Kjell Tveit og t.h. Karl Gauti Hjaltason. Ljósm. Skiníaxi/GG SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.