Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1986, Síða 4

Skinfaxi - 01.02.1986, Síða 4
Þeir kölluðu mig "Big Red" Spjallað við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra Texti og myndir: Guðmundur Gíslason l Það eralkunna að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er mikill áhugamaður um íþróttir og útivist. Hann er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins í handknattleik og reynir að sjá sem flesta leiki þess, bæði heima og erlendis. Nú síðast fylgdist hann með lokaspretti liðsins úti í Sviss. Til þess að fræðast meira um þennan áhuga hans á íþróttum, svo og ferli hans sjálfs á íþróttasviðinu, spjallaði undirritaður við hann einn föstudagsmorgun fyrir stuttu síðan. Hefurðu lagt stund á einhverjar íþróttir? Já, ég var mikið í íþróttum á yngri árum, en þó æxlaðist það þannig, að ég stefndi aldrei að neinum stórafrekum á því sviði, enda kannske ekki maður til þess. En á menntaskólaárunum stundaði ég mikið sund og handbolta og fór einnig mikið á skíði. Ég vandist snemma á útivist með föður mínum. Ætli ég hafi ekki verið um það bil 10 ára, þegar ég fór fyrst með honum á rjúpnaveiðar. Leggurðu enn stund á einhverjar íþróttir? Já, það geri ég, syndi flesta daga, fer á skíði og stunda veiðar hvenær sem ég get og badminton spilaði ég um árabil. Þá er ég að byrja að æfa mig í golfi. Hvað um aðrar íþróttir? Á menntaskólaárunum var ég í frjálsum íþróttum, mest kringlu-, kúlu-, og spjótkasti. Þó varð ég að leggja þetta allt niður í ein tvö ár, eftir að ég varð fyrir því slysi í leikfimistíma að slíta vöðva í baki. Vannstu til einhverra verðlauna? Aðeins smáverðlaun í unglingaflokki, yfirleitt 2. eða 3. verðlauna. Kepptirðu fyrir eitthvert félag á þessum árum? Á þeim árum gekk ég í KR og keppti með því liði, og ég tel mig enn í dag vera KR-ing. Stundaðirðu fþróttir meðan þú dvaldir við framhaldsnám í Bandaríkjunum ? Já, reyndar. Ég fór þar bæði í frjálsar íþróttir og fjölbragðaglímu. Hvers konar fjölbragðaglíma var það? Það var olympiska glíman, hún er ekkert lík þeirri, sem stundum má sjá í sjónvarpi. Ég sagði þó þjálfaranum fyrst, að ég hefði hlotið bakmeiðsli. Hann lét það ekki á sig fá en lét mig sippa í hálftíma fyrir hverja æfingu. Hann rak mig vægðarlaust áfram, ef ég slakaði á. Síðan lagði hann mig á bekk og nuddaði mig duglega. Síðan hef ég aldrei vitað af þessum meiðslum, og tel mig eiga þessum þjálfara mikið að þakka fyrir það. Kepptirðu eitthvað í fjölbragða- glímunni? Já ég keppti oft og þá í léttþungavigt. "...fékk viðumefnið BigRed" Hvemig gekk þér í keppnum? Ég var orðinn nokkuð góður í glímunni og vann oft. En þetta er ein sú erfiðasta íþrótt sem ég hef stundað. Þá fór ég aftur að stunda frjálsar íþróttir, eftir að bakmeiðslin háðu mér ekki lengur . Ég náði 13 m. í kúluvarpi og 42 m. í 4 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.