Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 15

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 15
Reynir Pétur í heimsókn T exti og myndlr: Guðmundur Gíslason Nú fyrír skömmu kom göngugarpurirm Reynir Pétur Ingvarsson í heimsókn á skrifstofu UMFI. Að því tilefni afhenti Sigurður Geirdal honum smá gjöf frá UMFÍ sem var bláhvíti fáninn. En eins og flestir vita þá hefur Reynir Pétur mikinn áhuga á fánum og öllu er viðkemur þeim. Því er ekki fráleitt að ætla að bláhvíti fáninn verið einhvern tíma á næstunni við hún á Sólheimum, en Reynir flaggar oft hinum ýmsu fánum er hann á. Hér fylgja með myndir frá heimsókn hans til okkar, en með honum var Halldór forstöðumaður Sólheima. Utansveitar brandari Eitt sinn eftir deildarfund Kaupfélags Héraðsbúa lentu menn í afmæli. Áttu þá bændur bágt með að skipta um umræðuefni og héldu fundarhaldi áfram, enda ekki á eitt sáttir. Einn skörunglegur bóndi kveður upp úr með það að orðið "skuld” sé óhæft ííslensku máli, þvílíka andstyggð megi enginn bera sér í munn framar. Reikningshalli séþað orð sem menn skuli muna að nota í staðinn. Svarar þá bifvélavirki nokkur af bragði: "Þáyrði að breyta faðirvorinu sí svona ...fyrirgef oss vorn reikningshalla". Féllþá talið niður. Þjálfari óskast í sumar Umf. Eilífur, Mývatnssveit auglýsir eftir þjálfara á komandi sumri fyrir frjálsar íþróttir, sund og yngri flokka í knattspyrnu. Fullt starf. Húsnæði (íbúð) fyrir hendi í næsta nágrenni við alla æfingaaðstöðu. Hafið samband við skrifstofu UMFÍ (Hörður) eða við: Harald Bdasson sími: 96-44237/44250 Skinfaxi 1. tbl. 1986 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.