Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 22

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 22
HM-86 íSviss Texti: Samúel Om Erlingsson Heimsmeistaramótíð í Sviss markaði heilmikil tímamót í handknattleik. Einveldi AusturEvrópuþjóðanna varrofið. Nýjar þjóðir settu merki sitt á handboltakortið eins og Suður Kórea og Kúba. Tvær sterkar A ustur Evrópuþjóðir féllu í botnriðil, Tékkóslóvakía og Pólland, heimsmeistarar Sovétmanna urðu í tíunda sæti og bronsmeistarar síðustu Ólympíu- leika, Rúmenar, urðu níundu. Og ekki má gleyma aðaltilefni þessarar greinar. Litla ísland varð ísjötta sæti og verðurþvíá meðal þátttakenda á næstu Ólympíuleikum. Á meðan eru þjóðireins ogDanir, Vestur Þjóðverjar, Sovétmenn, Rúmenar, Tékkar, Pólverjar og Svisslendingar úti íkuldanum og verða að bítast um tvö sæti á ólympíuleikana í B keppninni á ítatíu 1987. Léttari handbolti virtist á mótinu vera ísókn. Júgóslavar, heimsmeistaramir 1986, leika léttan og skemmtilegan bolta, og Suður Kóreumenn sýndu skemmtilegt fordæmi. Þeirra leikaðferð ætti að geta skilað góðum árangri, ef meira erreyntað stjóma hraða leiksins en þeirgerðu. Það er margt sem hægt er að skrifa um eftir að hafa upplifað annað eins stórmót og allt sem því fylgir. Undirritaður ætlar íþessari grein að einbeita sér að gangi mála á mótinu, án þess þó að eltast við alltof mörg smáatriði. Svo gæti einnig farið að stór atriði verði ekki nefnd, og því best að biðjast afsökunar áþví fyrirfram. Undirritaður vará Heimsmeistaramótinu sem starfskraftur Ríkisútvarpsins. Við það miðaðist sjóndeildarhringurinn, og því verður hvorki lýsthér náttúrufegurð Sviss, né skemmtunum þar, eða öðru þjóðtífi. Dagskráin miðaðist við lýsingar og fréttasendingar. Og vegna þess akkilesarhæls þess sem þetta ritarsem felstíþví að misbjóða röddinni, varð það að halda henni einn aðalpósturinn. Hverlýsing hófst samt ætíð með góðum áformum um raddbeitingu og hæfilega sjálfsstjóm, en þau áform ruku útí veður og vind um leið og íslenska eldfjallið gaus á leikvellinum. Eitt vil égþó nefna sérstaklega í upphafi, sem kom mér verulega á óvart á heimsmeistaramótinu. Það var dómgæslan. Hún varað mínu mati bæði afburðagóð og afburðaslök, og alltþar á milli. Síðan túlkun á sumum reglum handknattleiksins var breytt'í fyrra, hefur hér heima þótt slæmthve títið samræmi er í dómum á milli einstakra dómara og dómarapara í dómum á ákveðnar villur. Eftir HM í Sviss sé ég íslenska dómara í öðru Ijósi. Mismunurinn á túlkun einstakra dómara og dómarapara hér er ekki eins alvarlegt mál að mfnu mati eins og margurgæti haldið. Það er greinilega víða verra. Það erhins vegar náttúrulega sjálfsagtað laga þetta hér eins og þarf. En miðað við dómarana þama í Sviss, þá er ekki spuming að við íslendingar eigum a.m.k. ein þrjú frambærileg dómarapörá alþjóðamælikvarða. Grcinarhöfundur vcl gallaður og tilbúinn að leggja af stað til Sviss. (Ljósmynd: Guðmundur Gíslason) Það rfkti mikil eftirvænting á íslandi fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik í Sviss, enda hefur aldrei verið eins miklu til tjaldað eins og í þetta sinn. Menn höfðu lfka trú á þvf að íslenska landsliðið gæti gert vel, þrátt fyrir að vonirnar hafi nú ekki alltaf ræst á heimsmeistaramótum. Að baki þessari trú var góður árangur landsliðsins í leikjum og á mótum síðustu tvö ár undir stjórn landsliðsþjálfarans Bogdans Kovalczyk. Ekkert hafði heldur verið til sparað, undirbúningurinn mikill og dýr. Enda voru í liðinu 9 leikmenn sem leikið höfðu yfir 100 landsleiki, og því ljóst að ísland hefur ekki átt leikreyndara landslið á stórmóti. En menn báru einnig ugg í brjósti. Meiðsli leikmanna fyrir keppnina voru vfs til að setja strik í reikninginn, Þorgils Óttar Mathiesen var meiddur á hné og þrátt fyrir traustlega spelku um hnéð var ljóst að hún kæmi aldrei í staðinn fyrir liðbandið sem slitið var. Þá óttuðust margir einnig að meiðsli Sigurðar Sveinssonar gætu orðið til mikils baga, því ef Kristján Arason meiddist, þá væri vandi á höndum að minnsta kosti í sókninni. Undirritaður gerði sér fulla grein fyrir því, þegar haldið var af stað til Sviss að framundan væri meiri háttar uppákoma, 22 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.