Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1986, Side 24

Skinfaxi - 01.02.1986, Side 24
þessari umferð, vissi á ýmislegt óvenjulegt í þessari heimsmeistarakeppni. Undirritaður hefur aldrei verið tiltakanlega taugaveiklaður fyrir eigin leiki, jafnvel þó þeir hafi skipt einhverju máli. Hins vegar var fiðringur undir bringspölunum allan föstudaginn langa fyrir Rúmeníuleikinn, og mér varð á að hugsa, hvernig skyldi aumingja strákunum líða? Leikurinn fór jafnt af stað. í síðari hálfleik höfðu Rúmenar jafnan 1-2 marka forskot, þar til í lokin, er okkar menn jöfnuðu og komust yfir 24-23. Guðmundur Guðmundsson innsiglaði sigurinn í lokin, 25-23, eftir að Rúmenum hafði mistekist sókn. Áfanga var náð, íslenska liðið var komið f milliriðil. Raunar unnu Kóreumenn lfka Tékka, svo þeir síðarnefndu féllu niður í botnriðilinn, og sömu örlög hlutu einnig Pólverjar eftir baráttujafntefli við Spánverja. Kúbumenn sátu einnig eftir, eftir frækilega ferammistöðu gegn risunum í A-riðli, og svo Alsírmenn í D-riðli eins og búist var við. Framundan hjá íslendingum var barátta við Dani, Svía og Ungverja um réttinn til að keppa um 1-11. sæti í keppninni. Fyrsti leikurinn var við Ungverja, og hann tapaðist með einu marki, 20-21. Það var nú líklega ekki hægt að ætlast til að íslendingar legðu þriðju Austur-Evrópuþjóðina í röð, en þrátt fyrir það lék íslenska liðið vel lengst af. Slæmar sóknarvillur í fyrri hálfleik gerðu það þó að verkum að íslendingar höfðu aðeins eins marks forskot í hálfleik, en hefðu þessar villur ekki verið gerðar má allt eins hugsa sér þetta forskot 3-4 mörk. Ungverska maskínan mallaði margsplittuð í síðari hálfleik og fór að lokum yfir litla ísland, en hefði forskotið í hléi verið meira er ekki víst hvernig farið hefði. Hins vegar höfðu Ungverjar með sér lukkugyðjuna á mótinu. En þeir léku líka yfirvegað og náðu árangri sem fáir bjuggust við. Þetta tap var engin skömm, síður en svo. (fc Loks lágu Mf Danir íþví Næstir voru Danir. íslendingar vissu um tök sfn á Dönum, og um það að Danir höfðu ekki eins sterku liði á að skipa og oft áður. En samt stóð sú staðreynd óhögguð fyrir leikinn , að hversu oft sem okkar mönnum hefur tekist að leggja Dani í handbolta, hafði það aldrei tekist á heimsmeistaramóti. Leikurinn var járn í járn fram að hléi. Staðan var þá jöfn 10-10, og Danir ávallt verið á undan að skora. í hálfleik skipti um. Einar Þorvarðarson var sem skotheld regnhlíf í markinu, og danska regnið komst lítt áleiðis . Á meðan hellirigndi á danska markið og það fór f bólakaf. 1 lokin skjalfesti Kristján Arason auðmýkingu danskra með þrumuskoti langt fyrir utan punktalínu. Um leið rann tíminn út. Úrslitin 25-16. Hafi einhver orðið hissa á sigrum íslendinga á Tékkum og Rúmenum, þá var sá hinn sami það ekki lengur. Leikurinn gegn Dönum var mikilvægur íslendingum vegna þess að þrátt fyrir tap gegn Svíum ætti íslenska liðið góða möguleika á að keppa um 5. sætið. Sex fyrstu sætin tryggja þátttökurétt á Olympíuleikunum í Seúl, svo hér var ekki um að ræða neitt smámál. Enda sögðu danskir blaðamenn eftir leikinn: "Þar fór ólympíusætið". Það fór líka svo að íslendingar töpuðu fyrir Svíum. Byrjunin í þeim leik var ekki ósvipuð og í leiknum við Suður Kóreumenn, Svíar náðu strax yfirburðaforskoti. Það var þó ekki nema að hluta til að kenna mistökum Islendinga, dómgæsla Júgóslavanna í leiknum var hreint furðuleg. Það var varla liðin hálf mínúta þegar fyrsti íslendingurinn var kominn útaf í tveggja mínútna refsingu, fjórum sinnum var dæmt skref á íslendinga f sókninni á skömmum tíma, og á meðan skoruðu Svíar með ótilteknum skrefafjölda. íslenska liðið þoldi ekki þetta mótlæti, en klóraði þó í bakkann í lokin og tapaði með aðeins fjórum mörkum. JjjjJl^ Mikil óvissa Það varð ekki séð fyrr en öllum leikjum var lokið fimmtudagskvöldið ó.mars, hvar íslenska liðið myndi hafna í úrslitakeppninni 7. og 8. mars. Þessu olli hin fáránlega 25 prósent regla, sem gilti á mótinu. Meira að segja ekki nema sumir forráðamenn mótsins skildu hana. Hún gengur í stuttu máli út á það, að verði tvö lið jöfn að stigum skal gert upp á milli þeirra á þann hátt að leikir gegn liðum sem ná ekki 25 prósent árangri í for- og milliriðli teljast ekki með. Það fylgdi sögunni hjá innstu koppum í búri Alþjóðahandknattleikssambandsins að reglan væri sett til þess að fáránleg úrslit í leikjum sterkra þjóða gegn mjög lélegum þjóðum skiptu ekki máli f lokauppgjöri. Þetta er ágætur punktur út af fyrir sig, en hvers vegna menn sjá ástæðu til þess að gæta að slíkum atriðum þegar 12 bestu þjóðir heims eiga í hlut, skil ég ekki. Þessar Þorbjöm lætur vaða á mark Rúmcna (Ljósmynd: Bjamleifur Bjamleifsson) Atli íleiknum við Ungvetja (Ljósmynd: Bjamleifur Bjamleifsson) þjóðir höfðu þó fjandakornið áunnið sér þátttökurétt í lokakeppni HM, og búið var að fella út fjórar af sextán. En það skipti sem sagt jafnvel öllu máli fyrir íslendinga, að Kórea yrði fyrir neðan strik ef einhver yrði þar yfir höfuð. Þetta gerðist, og því kepptu okkar menn um 5. sætið. Hins vegar hefði ekki þurft 25 prósent regluna til, okkar menn voru einnig í þriðja sæti í milliriðlinum ef reiknað var út markahlutfall. Sumir spekingar sem tjáð hafa sig um heimsmeistarakeppnina segja að það hafi verið mesta lán íslendinga að tapa fyrir Suður Kóreu. Þess vegna er rétt að minna á það hér, að ef íslendingar hefðu unnið Kóreu hefði ekki þurft neinn samanburð til, þá hefði þriðja sætið í milliriðli verið gulltryggt. Það fór svo að Ungverjar töpuðu ekki leik, og fóru beint í úrslitaleik mótsins. Svíar töpuðu aðeins fyrir Ungverjum og kepptu um bronsið. íslendingar kepptu um fimmta sætið eftir þrjú töp, og Danir um það sjöunda eftir jafnmörg töp. Rúmenar töpuðu fjórum leikjum í riðlakeppninni og kepptu um níunda sæti, og Kóreumenn kepptu um ellefta sæti einnig eftir fjögur töp. Upp á milli þessara sfðastnefndu liða var gert með 25 prósent reglunni, og raunar ekki fyrr en daginn eftir að leikjum lauk í riðlum. Þessu olli allur ruglingurinn í stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins varðandi þessa reglu og er vonandi að sú stjórn beri gæfu til að setja fyrir næsta heimsmeistaramót reglur sem hún skilur sjálf. í hinum milliriðlinum töpuðu Júgóslavar ekki leik, og fóru beint í úrslit, eins og þeir höfðu reyndar lagt drög að strax f forriðli með því að sigra bæði Austur Þjóoðverja og heimsmeistarana sjálfa, Sovétmenn. Austur Þjóðverjar urðu í öðru sæti, eftir tap gegn bæði Júgóslövum og Spánverjum, sem tryggðu sér með sigri á Austur Þjóðverjum og Sovétmönnum f tveimur síðustu leikjunum ólympfusæti . Þeir urðu 24 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.