Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 27

Skinfaxi - 01.02.1986, Page 27
Iþróttamaður ársins 1985 Texti og myndir: Guðmundur Gíslason Nú í byrjun janúar var íþróttamaður ársins 1985 kosinn af samtökum íþróttafréttamanna, og yar þetta í 30. sinn. Eins og oft áður eru margir er koma til greina við svona kjör og stundum erfitt að gera upp á milli manna og afreka. Að þessu sinni var Einar Vilhjálmsson spjótkastari úr UMSB kosinn íþróttamaður ársins °g er hann mjög vel að þeim titli kominn, en hann náði mjög góðum árangri á síðasta ári. í öðru sæti var annar ungmennafélagi Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmaðurinn snjalli úr UMFN sem vann það afrek að komast inn á Evrópu- og heimslistann í sínum greinum á hðnu ári. Það var Vilhjálmur Einarsson faðir Einars er afhenti syni sínum verðlaunin að þessu smni, en hann hefur oftast verið kosinn íþróttamaður ársins eða alls ^ sinnum. Ungmennafélag íslands öskar þeim Einari og Eðvarð til hamingju með þennan árangur svo °g öllum öðrum er fengu atkvæði að þessu sinni, með von um velgengni í framtíðinni bæði innan °g utan vallar. Einar Vilhjálmsson UMSB íþróttamaður ársins 1985 Nú í desember s.l. kom UMFK-blaðið út, og erþað 14. árgangurinn af þessu blaði. í blaðinu er sagt frá því sem gerðist á árinu hjá Ungmennafélagi Kcílavíkur m.a. viðtal við Má Hermannsson frjálsíþróttamann er kjörinn var íþróttamaður UMFK árið 1985. En Már stóð sig mjög vel á s.l. ári var m.a. í hópnum er fór frá UMFÍ til Danmerkur í sumar er leið. Þá er einnig viðtal við Valþór Sigþórsson er kjörinn var knattspyrnumaður UMFK 1985, en eins og flcstir vita þá stóðu Keflvíkingar sig vel í Eðvarð ÞórEðvarðsson UMFN er varð í öðru sæti. 1. deildinni í knattspyrnu s.l. sumar. Þó að blaðið sé fjáröflunarleið fyrir UMFK með auglýsingasöfnun þá er mikið og gott efni í því, en því er dreift í hús í Keílavík. Mörg félög og héraðssambönd nota þessa fjáröflunarleið, en það virðist sem betur fer hafa færst í vöxt nú á síðustu árum að meira sé lagt í að hafa gott efni í slíkum blöðum. Vonandi fara þau félög er ekki hafa gefið út slík blöð að dæmi hinna og gefi út blöð um störf sín um leið og þau afla sér tekna. íþróttafólkið er varí tíu efstu sætunum ásamt aðstandendum þeirra er ekki gátu mætt U.M.F.K - blaðið Skinfaxi 1. tbl. 1986 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.