Skinfaxi - 01.02.1986, Side 32
Við ritstjóm í 25 ár
spjallað við Stefán á Kagaðarhóli
Texti og myndir: Guðmundur Gíslason
Þeir sem eitthvað fylgjast með útgáfustarfi ungmennafélaga
og héraðssambanda kannast við rit USAH er heitir
HÚNAVAKA. Ritstjóriritsins fráupphafi eða írúm 25ár
hefur verið Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli. Fyrstu árin var
samstarfsmaður hans Þorsteinn Matthíasson skólastjóri á
Blönduósi en hann hætti síðan en Stefán hélt áfram. Er
ritstjóri Skinfaxa var áþingi USAH um daginn notaði hann
tækifærið og hafði stutt spjall við Stefán um Húnavökuna,
og fer það hér á eftir.
Stefán! Hvenær byrjuðuð
þið að gefa Húnavökuna út?
Fyrsta ritið kom út 1961.
Et þá 25 ára afmæli ritsins
nú í ár?
Nei, afmælisritið vegna 25 ára
afmælisins kom út s.l. ár.
Hver er aðdragandinn að
því að þið byrjuðuð að gefa
út þetta rit, og böfðuð þið
einhverja fyrirmynd?
Ja það var nú engin sérstök
fyrirmynd. Við vorum búnir að
velta nokkuð fyrir okkur að gefa
út svona rit. Það var fyrst og
fremst áhugi á að gefa út
héraðsrit. Fyrstu 2 ritin voru
vélrituð og svo fjölrituð. Það
fyrsta var 54 síður að stærð í
brotinu A-4.
Það fór allt páskaleyfið mitt íþetta.
Það hefur verið mikil vinna
við að koma þessu fyrsta
riti út?
Já það var það, því upplagið var
200 eintök og við höfðum bara
handsnúinn fjölritara. Og svo
þurftum við að raða þessu saman
og hefta, og einnig límdum við
kjölinn. Þannig að þetta var mikið
verk fyrir utan að safna efninu
saman. Ef ég man rétt þá fór allt
páskaleyfið mitt þetta ár í þessa
vinnu.
Það hefur ekki dregið úr
ykkur kjarkinn að sjá hve
mikil vinna var við að koma
svona riti út?
Nei, það var bara að halda áfram.
A næsta rit fengum við fjölritaða
kápu annars staðar frá, betur úr
garði gerða. Við vorum nú ekki
með neinar ljósmyndir í fyrstu
ritunum, en vorum með
teikningar.
Hefur þú verið við þetta frá
upphafi Stefán?
Já ég hef verið við þetta frá
upphafi.
Hvernig var þessu tekið í
upphafi?
Nokkuð vel held ég megi segja,
Það var fyrst og fremst áhugi.
við seldum ritið og það stóð
svona nokkurn veginn undir sér
með því að reikna engin laun við
þetta.
Hafa aldrei verið greidd
nein ritlaun?
Það hafa aldrei verið reiknuð nein
laun né borguð ritlaun allt frá
upphafi.
Keypti fólk strax ritið?
Já, ég held að það hafi keypt það
fyrst aðallega fyrir forvitnissakir.
Það var heldur þá ekkert slíkt til
hér um slóðir. Síðan hefur það
farið vaxandi að menn hafa haft
áhuga á þessu.
Hvenær ársins kemur ritið
út?
Við reynum alltaf að koma því út
um leið og Flúnavöku vikan er.
Hér áður'-fyrr var það um páska
nú er það um sumarmálin, þannig
kemur ritið alltaf út fyrri hluta
ársins.
Éruð þið aldrei í
vandræðum með efni?
Það var stundum, en nú á seinni
árum hefur verið meira um efni og
oft meira en við gátum birt. En þá
höfum við bara geymt það til
næsta árs. Við höfum nú líka
orðið að velja úr því efni er okkur
hefur borist, og sumt höfum við
ekki birt vegna þess að okkur
hefur ekki fundist það nægilega
gott, þó höfum við verið
frjálslyndir í því efni.
32
Skinfaxi 1. tbl. 1986