Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1986, Side 37

Skinfaxi - 01.02.1986, Side 37
bak og vængþökur rauðbrúnar. Við busl og á sundi auðþekkt á skörpum skilum svartra stélþaka og hvíts kviðar. Grafönd (langvíu gráönd): Grannvöxnust, hálslengst gráanda og sú eina með oddhvasst stél. Spegill ógreinilegur en aftari brún vængs áberandi hvít rák. Goggur grár, nögl dekkri. Fætur gráir. Á blika gengur frá hvítri bringu upp hálshlið samlitur taumur í átt að augum. Kollan lík kollu stokkandar en oddhvasst stél, hvítur vængjaðar, litur goggs og fóta Skeiðönd: Auðkennist af breiðum öngum gog^g, sem breikkar fram í skeiðarblað. Á sundi veit goggurinn niður. júpsynd og framlág. Auk gogglögunnar e>nkennast bæði kyn af ljósbláum reit á °>anverðum framvæng. Höfuð blikans ^.rænt’ hringa og síður hvítar en kviður rauðbrúnn. Kollan brúnflikrótt að aftan en lv>t að framan. Fætur fölbrúnir. Kafendur: Endur þessa flokks halda sig mest úti á djúpum stórum vötnum og því síður en gráendur nærri alfara veg. Sumar halda sig á sjó. Fætur sterklegri en gráanda, eru aftarlega á búknum og áberandi sepi á tánni, sem eigi tengist hinum með fit. Fæðan meir úr dýraríkinu en gráanda, því kafa þær og vegna þess að þær beita vængjum í kafi, eru vængir minni. Flugtak kafanda er þunglamalegra en hjá gráöndum. Þær verða að hlaupa nokkurn spöl á vatnsfletinum til þess að ná sér á flug. Vængir eru ýmist einlitir án spegils eða þá að reitur vængspegils er hvítur eða svartur. Á sundi rista kafendur ekki eins djúpt að framan og gráendur. Goggur þeirra er Duggönd (hvítmaga): Goggur og fætur blágrátt. Á flugi er áberandi hjá báðum kynjum hvít vængbelti á aftanverðum vængjum. Á blika eru bringa, háls, höfuð og afturhluti svart, kviður og síður hvítt en bakið dökkgrátt. Kollan er öll svört og dökk, nema umhverfis goggrót er áberandi hvítt band. Skúfönd (litla duggönd): Litur goggs og fóta líkur og dugganda. Einnig hafa bæði kyn skúfanda hvít vængbelti. Blikinn er svartur að ofan og með lepjulegan skúf á hnakka. Síður og kviður hvít. Kollan er öll dökk en með mjótt hvítt band við goggrót (mun minna en á duggönd). Straumönd (brimönd): Lítil önd, stuttur goggur. Verpa til fjalla og heiða við bergvatnsár. Blikinn að lokinni útungun og bæði kyn á vetrum á sjó skammt undan ströndinni. Léttar og kvikar á sundi. Skjótast úr kafi. Rykkja höfði í sífellu og sperra stél upp. Blikinn er dökkblár settur hvítum blettum á höfði, háls og bringu. Kollan dökkbrún með þrjá bletti hvíta á vanga. Hávella (fóella): Skiptir oftar hamlitum árlega en aðrar endur (þrisvar). Höfuð lítið og hnöttótt. Goggur stuttur, dökkgrátt, bleikur hringur um það framanvert. Kvik á sundi og kafar fimlega. Utan af sjó á vetrum berst frá henni "a-úa". Bliki á öllum árstímum með spjótlaga Iangar stélfjaðrir. Að sumri með hvíta vangskellu en að vetri áberandi hvítur. Kollan dökk á hvirfli, höfuð annars hvítt með dökkan vangablett, háls hvítur. Að sumarlagi dekkri. Á fjalla- og heiðavötnum á sumrin en á sjó á vetrum. Hrafnsönd (sæorri): Heldur sig langt úti á vötnum. Fætur svartleitir. Verpir seint. Ungahópar seinna en aðrir. Blikinn alsvartur. Rauðgulur blettur á svörtum gogg, stór hnúður við goggrót. Kollan dökkbrún, kollur dekkri, vangar og háls skolhvítir. Sund létt og sperrir oddhvasst stél oft upp á við. Flug þróttmikið en flöktandi. Þar sem ekki var pláss fyrir alla greinina um endurnar varð að skipta henni. Mun seinni hluti hennar koma í næsta blaði. Rítstjóri 37 Skinfaxi 1. tbl. 1986

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.