Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 18
> Skokkið verði skemmtilegur ávani Kennari á Selfossi, Gísli Magnússon, hefur undan- farin 2 ár unnið trimtarínuna á Selfossi. Trimmtarína þessi er veitt hvcrt ár á aðalfundi Ungmennafélgas Selfoss. Það var Hörður S. Óskarsson, starfsmaður hjá Ungmenna- félagi Islands sem kom þcss- ari vcrðlaunaveitingu af stað og var hugmyndin sú að vekja athygli á skokki sem heilsubætandi íþrótt hjá almenningi. Skinfaxi var nýlega á ferð á Selfossi og hemsótti trimmmeistarann rctt áður en hann fór út að skokka. -Hvað skokkar Gísli oft í viku? “Þegar best lætur, svona fimm sinnum í viku”, svarar hann. “Oftast hvílir maður sig um helgar, þó ekki alltaf. Á síðastliðnu ári fór þetta jafnvcl í átta sinnum í viku.” -Og þú hefur stundað það vel, tvöfaldur tarínuhafi. Vill Tarínufrí "Ég verð áreiðanlega sektaður þegar ég kem loksins niður eftir", sagði Gísli brosandi meðan á myndaveseni stóð. yfirleitt á sama U'ma og menn hlaupa sam- an.” Sektir, vigtanir og annað vesen -Er það ekki nauðsynlcgt, eða skemmtilegra, að það séu nokkrir saman í þessu? “Það ýtir á mann, er visst aðhald. Menn fylgjast mcð hverjum öðrum og það er ekki látið átölulaust ef > maður mætir ekki. Það eru sektir, vigtanir og ýmis konar vesen í kringum þetta. Gcrir þetta svolítið skemintilegt.” -Og þér finnst þetta hafa aukist með tímanum. “Já og mér finnst áber- andi hvað konurnar eru duglegar. Þær “Það er komið tvisvar hér á bikarinn nafnið mitt, fyrir '86 og '87. Annars vil ég nú fá frí frá henni, fá fleiri nöfn. En nöfnin eru orðin nokkuð mörg. Það er búið að veita tarínuna síðan 1976, í rúm 10 ár. Hún er afhent á aðalfundi Ung- mennafélags Selfoss, í upphafi hvers árs “ -Hvernig er þetta á Selfossi er mikið skokkað, mikil virkni í því? “Það eru nú kannski ekki margir sem skokka cn það fer vaxandi. Skokkið þckktist ekki þegar ég kom hingað á Selfoss, 1965. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem menn eru farnir að skokkaaðeinhverju ráði. Þá tel égekki þá sem cru í harðri keppni ísinni íþrótt. Hvað mig varðar, er tillölulega stutt síðan að ég byrjaði að skokka. Eg er búinn að vera í alls konar sporti frá því ég var krakki. Fimleikar voru mín uppáhalds íþrótt. Og þó ég hafi lengi verið aðdáandi frjálsíjirótta fór ég ekkert að skokka fyrr en fyrir svona fimm árum. Þá fór ég að skokka að einhverju ráði.” -Var einhver sérstök ástæða fyrir því? “Mér fannst ég bara vera kominn úr allri Jjjálfun og fannst ég þurfaeitthvað að gera til að halda góðri heilsu. Og það scm hcfur kannski á átt sinn þátt í því var að þegar Hcilsusport tók til starfa með ýmis konar hcilsurækt fyrir einum fjórum árum síðan, var ég nokkuð fijótur að kikja þangað niðureftir. Þar var ég svo hcppinn að hitta á nokkra menn sem voru byrjaðir í skokkinu. I þann hóp fékk ég inngöngu. Sá hópur heldur saman, hiltist ganga og skokka mikið. Og það eru fieiri karlmenn að bætast við. Ég veit um annan hóp sem er búinn að vera í allan vetur í skokki reglulega. En maður sérlflca mikið meira nú af fólki, hjónum til dæmis, á göngu þegar erli dagsins er lokið eða um helgar.” -Þótti þctta alveg sérstakt fyrir tíu árum síðan? “Ég held, já, að menn hafi þótt hálf skrýtnir sem voru í þessu. En það hefur auðvilað alveg horfið sá hugsunarháttur.” -Eru þetta mikið fyrrverandi íjjróttamenn sem skokka? Ekkert frekar, fyrrverandi íþróttamcnn fara mikið í golf, held ég. Það cr nokkuð algengt. En þcir í mínum hópi hafa reyndar verið nokkuð í íþróttum á unga 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.