Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 23
I heimsókn á Austurlandi Þcir sem eitthvað ferðast um landið okkar að vetri til vita að það getur verið þrautaganga að komast á Austurlandið, sérstaklega ef ætlunin er að komast þangað í háloftunum. En undirritaður getur vitnað um það að þegar maður er kominn á Austurlandið er tekið vel á móti manni. í síðasta mánuði voru menn úr stjórn UMFÍ á fcrð um gjörvallt Austurland, þau Dóra Gunnarsdóttir, félagi í stjórn UMFÍ, SigurðurÞorsteinsson, framkvæmdastjóri UMFÍ og Þórir Haraldsson, varaformaður UMFÍ. Þeim til fulltingis var Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþrótlasambands Austurlands. Tilgangurinn var sá að hcimsækja öll félög innan UÍA, halda mcð þeim fund, fræðast um starfið og kynna starfscmi UÍA og UMFÍ. Þeir þremcnningar eru sammála undirrituðum að þetta hafi verið skemmtileg og gagnleg reynsla. Skinfaxi vildi taka þátt í þessari fundaferð og kynna síðan starfið íUÍA fyrir öðrum landsmönnum. Veðurguðirnir töfðu för Skinfaxa nokkuð en á næstu síðum er lesefni sem gcfur ef til vill ofurlitla innsýn í starfið fyrir auslan. Meira fylgir í næsta blaði. IH ▲ Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.