Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 14
Knattspyrna að vera Vestmannaeyingum umhugsun- arefni, að þrátt fyrir frambærilega yngri flokka ná eldri flokkarnir ekki sambærilegum árangri. Lítið fer fyrir hinu sterka vilja sem einkenndi ÍBV liðið fyrir nokkrum árum. í 9. og 10. sæti eru ÍBK og UBK sem bæði hafa hcldur sigið niður töfluna síðastliðin þrjú ár. Það einkennir einnig fclögin að “gat” virðist hafa myndast í uppbyggingunni. ÍBK hefur enn sterkari meistaraflokk cn næstu 5 til 6 árin hljóta að vera forystumönnum félagsins áhyggjuefni. Frábær árangur 5. flokks síðastliðið ár er þó nokkur sárabót. Gatið hjá UBK er þrjú ár og það dapurlega er að það kemur í kjölfar besta árangurs félagsins árið 1974. Yngstu flokkamir cru nú hins vegar í fremstu röð. Það er athyglisvert að af 10 fyrstu deild- ar félögunum eru 8 á þessum lista yfir bestu félögin. Þannig að samfylgnin er talsverð. Aðeins Völsungur og Leiftur ná ckki á “topp 10.” Völsungur er þó á uppleið en vantar 2. flokk. Leiftur sem óvænt kom upp í 1. deildina í fyrra er í 38. sæti og cr aðeins með einn Sokkar! Sok] n • m Víkurprión l lif. er eini íslenski framleiðandinn á knattspymusokkum! Stöndumst allan samanburð í verði og gæðum! Dreifingaraðili: Henson hf. S: 91-31515 yngri flokk, 4, flokk, á íslandsmótinu. Árangur meistaraflokksins byggist upp á samstilltum hóp en þeir þurfa að byggja upp yngri flokka ef félagið ætlar sér stöðugleika í framtíðinni. Reynsla annara félaga með sambærilega þróun ætti að kenna þeim að byggja ekki um of á aðfengnum leikmönnum. Félög eins og ÍBÍ, Haukar, Skallagrímur og Austri mega muna fífil sinn fegurri. Félög á uppleið Þau félög sem eru á mestri uppleið eru Stjaman, ÍR, Völsungur og Tindastól 1. Þá má einnig nefna félög eins og Fylki og Leikni í Breiðholti. Stjaman er á talsverðri siglingu upp stigann, en hversu fljótt uppbyggingin skilar sér, á eftir að koma í ljós. ÍR hefur gengið vel, og virðist eiga mikla möguleika. Þó má búast við harðri baráttu í 2 dcildinni í sumar, ekki síst vegna reynsluleysis. Þá er árangur Völsungs athyglisverður, og Tindastóll gæti hæglega orðið eitt af stórveldunum í knattspymunni með sérlega athyglis- verða þróun. ÍK og Selfoss falla nokkuð niður síðastliðið ár. Helsta ástæða þess er að félögin drógu tvo flokka úr keppni á síðasta ári, það er veikleikamerki. En bæði félögin hafa hins vegar verið á up- pleið síðastliðin ár. Þegar listinn er skoðaður kemur í ljós, að hægt er að lesa ákveðna þróun út úr honum. Greinilegast erað félög sem ekki fylgja styrkleika meistaraflokkanna eftir með góðu unglingastarfi, ná ekki árangri þegar lil lengri tíma er litið. Vissulega kemur það til að byggðarlög eru misjafnlegastór. Víðaert.d. ekkihægtað taka þátt í íslandsmóti yngri flokka vegna fólksfæðar. Ef til vill væri athugandi að leita annarra leiða í þeim tilfcllum. Þannig væri hugsanlegt að leika í minni knattspymu í 2. aldursflokki, t.d. á Austfjörðum, þar sem enginn 2. flokkur tekur þátt í íslandsmóti 1988. Það má vissulega deila um forsendur þessa lista en hann er fyrst og fremst settur fram til gamans og sem tilraun til að meta hlutlægt stöðu félaganna. Þá væri einnig athugandi að taka inn kvennaknatt- spymuna en á því eru vissir annmarkar. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.