Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 38
----Afmæli UMFÍ Hlutverk ríkis, bæjar- og sveitarfélaga í fjármögnun / og starfsemi UMFI Hlutverk samtaka eins og Ungmcnnafélags íslands skiptir ákaflega miklu máli í íslensku þjóðfélagi vegna þess að starfsemi ungmennafélaganna er víða um land burðarankeri æskulýðs- og íþróttastarfs heilla byggðarlaga og ræður í mörgum tilvikum úrslitum um að jafnrétti ríki meðal ungs fólks um þátttöku þesss í íþróttum og félagslcgu starfi. íslensk æskulýðsstarfsemi er fjölþætt og það hefur verið styrkur hennar að hún byggist að verulegu leyti á eldmóði og sjálfboðavinnu félagslynds fólks sem skilur þörfina á slíku starfi og skynjar að hvatningin verður margföld þegar áhugamcnnskan og baráttugleðin rugla saman reitum sínum fremur en kerfis- bundin opinber stundatafla. Miðað við fámenni þjóðarinnar er með ólíkinum hvað æskulýðsstarfsemi hjá áhugamannasamtökum er öflug á Islandi. I>að er dýrt að vera íslendingur, það kostar mciri vinnu til árangurs en hjá flestum öðrum þjóðum, en starfsemi samtaka eins og Ungmennafélags Islands er vissulcga snar þáttur í sífelldri sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Ég vann að þessu erindi í flugvél á hcimleið frá Japan í gegnum London. Sessunautur minn frá London sagði mér frá því þegar hann fyrir nokkrum árum bjó í 250 þúsund manna borg í Bretlandi og borgarstjórnin var að vandræðast lcngi með það að hún gæti ekki látið byggja almcnningssalerni ncma að ti 1 kæmi vcrulegur styrkur frá ríkissjóði Bretlands. Hvar stæði ísland í dag ef við hefðum ekki haft meira áræði og atorku cn þcssir bresku grannar okkar. En þetta dæmi undirstrikar einnig að það er í mörg horn að líta í íslensku þjóðfélagi og ómctanlegt að sjálfstæð samtök skuli stuðla að ræklun ungs fólks á íslandi til betri framtíðar og traustari menningar. A hinn bóginn er það ekki síður mikilvægt að samfélagið komi til móts við starf áhugasamtakanna mcð því að hlúa að þeim og styrkja á eins eðlilegan hátt og unnt er mcð fjárframlögum eða á annan hátt. Hvar mörkin eiga að vera gctur verið umdeilanlegt, en í þeim efnum sem öðrum þarf að finna skynsamlegan farveg og jákvæðan þótt æskilegast sé að hin sjálfstæða starfsemi sé sem minnst háð ríkissjóði eða sveitar- og bæjarfélögum. Opinberum aðilum rennur þó blóðið til skyldunnar í þessum efnum, því ríkisvaldið, bæjar- og sveitarfélög eiga mikilla hagsmuna að gæta og eiga að sjálfsögðu að láta sitt af mörkum og virða þannig það sem vel er gert í þágu samfélagsins. En hvar eiga þá mörkin að vera, því lítil takmörk eru fyrir því hve miklum peningum er unnt að eyða ef hugmyndaílugið er auðugt. Til þess að komast að niðurstöðu í þeim efnum varðandi Ungmennafélag íslands er nauðsynlegt að líta á þann farveg sem félagið hefur mótað sér í gegnum árin, taka tillit til reynslunnar, vona og óska í ranni hreyfingarinnar. Alls eru á landinu 230 ungmennafélög með 29600 félaga. Fjárhagur félaganna er sjálfstæður og er það að mínu mati skynsamleg leið, en rekstur aðalstöðva Ungmcnnafélags íslands hefur um árabil að mestu byggst á fjárframlagi úr ríkissjóði. Á síðastliðnu ári veitli fjárveitingavaldið 7 milljónum króna fyrir 1987 og 344 þúsund króna sem kennslustyrk á móti jafnhárri upphæð frá ÍSÍ. Pá fær Ungmennafélag íslands greid- dar 5 krónur fyrir hvern ungmennafélaga sem er orðinn 16 ára og greiða félögin {>að til Ungmennafélags íslands. Þá fær Ungmennafélag íslands 10% af þeirrl vellu sem kemur í hlut ungmenna- félaganna í Lottóinu, en 90% drcifast til héraðssambandanna. Þessi 10% voru um 3,2 milljónir króna á síðastliðnu ári. Ungmennafélögin hafa sjálfstæðan rekstur og Landsmót er ti 1 dæm i s hald ið á vegum viðkomandi héraðssambands, en þau eru einnig með sjálfstæðan rekslur. Áætla má að veltan hjá öllum ungmennafélögunum árið 1987 sé um 300 milljónir króna. Veltan natn 218 milljónum króna 1986, en hækkði um ÁrniJohnsen liðlega 80 milljónir króna á landsmótsárinu 1987. Þessi velta skiptist í marga þætti. Um 65% félagsmanna taka þátt í íþróttum ýmiskonar og 35% taka þátt í félagsmálum svo sem leiklist, skógrækt, föndri, kvöldvökum og ýmsu flciru. Flest félög hafa skógræktarreiti, flest stunda leiklist þótt Sunnlendingar og Borgfirðingar séu dugmestir á því sviði og flest félögin hafa fræðslunámskeið. Þá er um að ræða þjóðdansa, hjólreiðar, siglin- gar, skák og bridge. Félagsmálaskólinn hefur verið vaxandi þáttur í starfinu, en þar er fjallað um framkomu, framsögu, fundarreglur og stjórnun félaga. Þessi þáttur hcfur mcðal annars verið cfldur til þess að sporna við því þegar byggðaröskun dregur úr starfi félaga. Ég gat þess fyrr að fjárveiting Alþingis var 7 milljónir króna fyrir 1987 og var það veruleg hækkun frá árinu áður. Þessi hækkun varð til þess að höfuðslöðvarnar gátu hreyft sig ef svo má segja, ekki bara hjakkað í sama farinu. Höfuðstöðvarnar eru að Öldugötu 14 í Reykjavík og eru eina sameiginlega fjárfcsting ungmennafélaganna fyrir utan Þrastaskóg. Á skrifstofunni á Öldugötu er almcnna tcngingin við félögin út um allt land, þaðan er félagsmálaskrifstofunni stjórnað, útgáfustarfseminni og þar er gistiaðstaða fyrir hópa utan af landsbyggðinni, ungt fólk sem tekur þátt í íþróttamótum og öðru æskulýðsstarfi og þarf um Reykjavík í því sambandi. Þessi þjónusta er stórmerkilegur þáttur í starfi Ungmennafélags íslands og gistinætur á þessu ári eru nú 3000 talsins, ókeypis, en 55 til 60 manns geta gist í höfuðstöðvunum á dýnum. Þessi þjónusta nær út fyrir ungmennafélögin og hefur létt mjög undir með landsbyggðarfólki. Höfuðstöðvarnar í Vesturhlíð við Öldugötu voru kcyptar á 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.