Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 6
Molar UMG eða Ungmennafélag Grafarvogs hefur verið stofnað í sam- nefndu hverfi í Reykjavík eins og sagt var frá á þessum síðum í síðasta tölublaði Skinfaxa. Geysilegurkrafturvirðistveraíþessufélagiáfyrstu mánuðum þess. Margt og mikið er fyrirhugað og er hér nokkuð af því. Jóhannes Bárðarson, fyrrverandi knattspymumaður úr Víkingi og nú íbúi í Grafarvogi hefur ásamt Sigurði Þorsteinssyni tekið að sér þjálfun 4., 5. og 6. flokks UMG til að byrja með. Nú stendur yfir innritun á æfingar og gert er ráð fyrir að fyrir að þær hefjist nú í apríl eða maí. Ráðgert er að UMG taki þátt í Tommamóti í Knattspyrnu en frekari mót verða látin bíða þar til á næsta ári. Enn er nokkuð óljóst með frjálsar íþróttir en stefnt er að því að fá leiðbeinanda fyrir vorið þar sem ljóst er að mikill áhugi er fyrir þeim í Grafarvogi. Aðstaðan er svo til engin eins og er en það verður ekki lengi. Bráðabirgðargrasvelli verður komið upp fyrir vorið, fyrir fótboltann og frjálsar. Þá er stefnt á malarvöll í fullri stærð fyrir þar næsta vor. Það vor er einnig stefnt á fulla þátttöku í öllum mótum í fyrrnefndum flokkum í knattspyrnu. Hvað frjálsar íþróttir varðar verður til að byrja með fengin aðstaða fyrir eldri krakka í Laugardal. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun enn með þátttöku í mótum í frjálsum... Grafarvogsmenn segj ast leggj a mikla áhersl u á tvíhliða þátttöku íbúa í íþróttum. Annars vegar eru keppnisíþróttir sem þegar hafa verið nefndar. Hins vegar eru almenningsíþróttir. Þar verður fljótlega farið af stað eins og aðstæður leyfa. Þar er auðvitað fyrst og fremst um að ræða skokk í formi hlaupa. Þann 1. maí næstkomandi er fyrirhugað svonefnt Hverfisskokk og er stefnt að því að gera það að árvissum viðburði í hverfinu. Þar verður einstaklingum jafnt sem fjölskyldum boðin þátttaka. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt er mikið af hugmyndum í gangi um starf félagsins sem greint verður frá síðar. Geysileg uppbygging á sér nú stað í Grafarvogi. Allar lóðir hafa nú verið seldar á svæðinu og búa þar nú um 2500 til 3000 manns. Á næstu 4 til 5 árum er hins gert ráð fyrir að íbúatalan verði komin í um 7 til 8000 manns. Af þessu má ljóst vera að nauðsyn og möguleikar á ungmenna- og almennu félagsstarfi eru geysilegir... Landsmót umfí hafa mörg hver varðveist á “lifandi myndum”, eins og sagt er um kvikmyndafilmur og mynd- bönd. Þettaáalvegjafntviðum Landsmótið fræga á Ilúsavík síðastliðið sumar. BjarniFelix- son hjá “sjónvarpi allra lands- manna” hefur undanfarið unnið að því að klippa saman efni frá mótinu. Og þetta efni verður í hvorki meira né minna en þremur hlutum, 45 mínútur hverhluti. Fjórði hlutinn er svo auðvitað Víkingaleikarnir. Fyrsti hlutinn er opnunar- athöfnin eins og hún leggur sig. Bjami Felixsson sagði í samtali við Skinfaxa að þessi mynd- bönd væru kannski ekki heildstæð mynd með upphafi og endi, skipuleg heimildar- mynd. Hann sagðist hafa farið af stað með þá hugmynd í upphafi en síðan ákveðið að safna saman mest öllu efninu á endanlega spólu. Hann sagðist telja að þeir sem fá þessa mynd myndu mikið frekar vilja það en einhverja afmarkaða búta frá mótinu. UMFÍ og HSÞ fá 35 eintök af þessum myndböndum og verður þeim dreift til aðildarsambanda og félaga sem aðild eiga að UMFÍ. í fram- haldi af þessu má segja frá því að ætlunin er að færa yfir á myndbönd það efni sem til er um eldri Landsmót hjá UMFÍ og öðrum aðilum. Þarna er um að ræða svo til öll Landsmótin frá því árið 1943 á Hvanneyri. Gestum í Vesturhlíð gefst nú kostur á að skoða það og fleira er sem sagt á leiðinni... 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.