Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 8
Molar með Ceciliu mun Ann Marie Johanssen búa sem einn af fjölskyldunni... Skátar og ungmennafélagar hafa tekið höndum saman í ungmennafélaginu Drangi í Vík í Mýrdal. Þetta gerðist á aðalfundi Ungmennafélagsins Drangs sem haldinn var í Vík þann 31. mars síðastliðinn með því að stofnuð var sérstök skátadeild. Forsagan að þessu er sú að presturinn í Vík, séra Haraldur M. Kristjánsson sem verður sveitarforingi í skátadeildinni, hafði verið með fjölmargt ungt fólk í félagsstarfi innan kirkjunnar á staðnum. Ahugi var fyrir því að stofna skátafélag. Haraldur kom þá með þá hugmynd að stofnuð yrði skátadeild innan Drangs til að dreifa kröftunum ekki um of og nýta vetrartímann þegar lítið er um að vera hjá ungmennafélaginu. Þeirri hugmynd var vel tekið og nú sinnir Ungmennafélagið Drangur einnig skátastarfi, fyrir fólk í 7. -. 9.bekk grunnskólans... Enn eitt ungmennafélagið hefur verið stofnað, nú í höfuðstað Norðurlands, Akureyri og nefnist Ungmennafélag Akureyrar. Hið nýja félag mun til að byrja með fyrst og fremst snúast um frjáls- íþróttastarf sem lítið hefur verið sinntþaríbæundanfarið. Þarerþó fjölmennt lið góðs frjálsíþróttaliðs sem endurspeglast kannski í því að formaður þess er hlauparinn Sigurður P. Sigmundsson. Meiraí næsta blaði af UMFA... Jóhanna Leopoldsdóttirerein afþeimfélagsmálakennurum sem nú fer um landið og heldur félagsmálanámskeið samkvæmt pöntun félaga og sambanda. í febrúar og mars gerði Jóhanna víðreist og hélt námskeið með u.þ.b. 140 manns. Námskeiðin voru á Norðurlandi eystra og í Dölunum á Vesturlandi. Það sem er óvenjulegt við þessi námskeið Jóhönnu er að hún hélt félagsmálanámskeið fyrir börn í eldri bekkjum grunnskóla, samtals fyrir um 80 krakka. Jóhanna sagðist hafa haft óskaplega gaman af þessu. Hún renndi nokkuð blint í sjóinn með námskeið fyrir yngra fólkið og sagðist hafa blandað þetta nokkuð leikjum til að halda athygli þess. Það gekk vonum framar og kannski, eftir 10 ár, verða þama komnir félagsmálaleiðtogar sem Jóhanna kveikti í hinn rétta neista... Eitt er nokkuð víst íþessum heimi. Hin mikla nútímatækni dregur ekki úr hættunni á að mistök eigi sér stað. Því mun mannleg viska ætíð stjórna. Og ekki var viska ritstjóra þessa blaðs nægilega vel á verði við frágang Afrekaskrár UMFÍ 1987 sem birtist í síðasta tölublaði Skinfaxa. Listinn yfir bestu tíma í 100 metra hlaupi kvenna á síðasta ári var ekki nákvæmur og birtist því hér með réttur (Staða yfir landið allt í sviga): Svanhildur Kristjónsdóttir UMSK 11.97 (1) Guðrún Arnardóttir UMSK 12.44 (4) Ingibjörg Ivarsdóttir HSK 12.81 (7) Berglind Bjamadóttir UMSS 12.83 (9) Helga Magnúsdóttir UÍA 12.90 (13-14) Þórdís Gísladóttir HSK 12.90 (13-14) Ágústa Pálsdóttir HSÞ 12.8 (15) Birgitta Guðjónsdóttir HSK 13.04 (16) Þá skal tími Berglindar Erlendsdóttur, UMSK vera 26.9 í stað 2609. í 200m. Ekki er allt búið enn. Tími Hannesar Hrafnkelssonar varrangur. Hann var sagður hafa hlaupið á 1.51.1. Besti tími Hannesar á síðasta ári var 1.59.1. Á listanum yfir besta árangur í 3000 m. hlaupi féll út besti tími Daníels S. Guðmundssonar, USAH. Hans besti tími ásíðastaári var 8:53.0. Leiðréttist þetta allt hér með og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þau skrifast á undirritaðan. IH 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.