Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 13
Knattspyrna Úr leik Þórs og Víðis í 1. deildinni í fyrra. félagsins sýndi sterkan karakter í síðasta íslandsmóti, en félagið hefur mátt sjá á bak lykilleikmönnum. Misjafnir yngri flokkar ættu að vera félaginu alvarlegt umhugsunarefni og sú félagslega hefð sem ríkti á Hlíðarenda virðist vera að daprast. Á henni hefur félagið hins vegar unnið sína sætustu sigra. Aðstaðan fer batnandi en árangur gæti orðið misjafn ef félagsleg uppbygging fylgir ekki með. íþróttabandalag Akranes nær fjórða sæti. Félagið hefur náð ótrúlega góðum árangri, þrátt fyrir að félagið hafi orðið fyrir mikilli blóðtöku í meistaraflokki. Annar og þriðji flokkur félagsins voru ekki mjög sterkir síðastliðið ár cn yngstu fiokkamir eru í fremstu röð. Styrkur grunnur félagsins hefur komið í ljós síðustu ár. Aðstaðan á Skaganum er að verða ein sú allra besta hérlendis. í A er að verða fyrirmynd annarra félaga í uppbyggingu og rekstri á íþróttaaðstöðu. Víkingar, nýliðarnir í 1 deild, koma eflaust mörgum á óvart með að lenda í 5. sæti en þegar betur er að gáð hafa Víkingar haldiðþessu sæti síðastliðin þrjú ár. KA og Fram í úrslitum 3. tlokks í fyrra. Á sama tíma og gcngi meislarafiokks hefur verið misjafnt, hefur mikil og góð uppbygging átt sér stað í yngri fiokkunum. Veikleiki félagsins hefur verið fyrst og fremst félagslegur, en á því sviði hefur orðið vcruleg framþróun. Það kæmi mér ekki á óvart að Víkingar yrðu í fremstu röð næstu árin. Knattspyrnubærinn Akureyri í 6. og 7. sæti eru Akureyrarliðin, Þór og KA. Þó verður að geta þess að þær forsendur sem stigin eru reiknuð út frá eru félögunum ef til vill óhagstæðar. Frammistaða félaganna er ekki síður athyglisverð fyrir þær sakir að þau koma úr sama bæjarfélagi, sem er á stærð við Kópavog og Hafnarfjörð, sem eiga þó ekkert 1. deildarfélag. Það er því með sanni hægt að segja að Akureyri sé knattspyrnubær, en það viðurncfni hefur Akranes einna helst haft. Þegar tillit er tekið til annarra íþóttagreina, er Akureyri sennilega í fararbroddi hvað íþróttaárangur snertir. í 8. sæti kemur Týr frá Vestmanna- eyjum, en þegar árangur þeirra er metinn er tekið tillit til árangurs meistara- og 2. fiokks ÍBV. S taða Týs hefur farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Yngri fiokkamir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir vel þjálfuð lið. Þór er í 14. sæti og það hlýtur Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.