Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 19
Skokk aldri.” -Hvernig heldurðu að þetta sé í sveitunum hcr í kring. Er skokkað mikið þar? “Ég veit nú ekki til þess. Það er ekki mikið um það. Þetta er mikið til fólk í skrif- stofuvinnu og þcss háttar störfum sem er að skokka. Fólk í erfiðisvinnu heldur oft að það þurfi ekki að standa í að fara að skokka eftir vinnudag. En skokkið reynir fyrst og fremst á lungu og hjarta, það cr dælan og og það kerfi sem fær þjálfun í skokkinu. Maður heyrir oft um hrausta og sterka menn sem hafa verið að fá kransæðastíflu og það eru þá menn sem hafa ekki reynt þannig á þessi mikilvægu líffæri sem hjartað og lungun eru. Gísli bætir því við að inni í keppninni um Trimmlarínuna teljist hlaup, ganga, sund og yfirleitt sú hreyfing þar sem viðkomandi tclst ekki stunda keppnis- íþróttir. -En aftur að þínu trimmi. Er ekki vont að missa úr dag eða daga? “Jú manni finnst eitthvað vanta þegar slíkt gerist. Maður er ekki eins vel upplagður.” "Það er kominn tími til að fleiri skrái nöfn sín á sögu trimmtarínunnar", segir Gísli. Flýta sér hægt -Hvað mundir þú ráðleggja fólki sem hefur hugleitt jiann möguleika að fara að skokka? “Það er auðvitað bara að drífa sig af stað en hver maður þarf auðvitað að finna hjá sér löngun til að vilja fara að skokka. En ég ráðlegg fólki að fara ekki of geyst af stað í byrjun. Hlaupa ekki bara beint úr húsi og hlaupa einhverja kílómetra. Fólk á bara að ganga fyrstu skiptin. Ganga greitt og fara síðan að prófa sig áfram mcð hlaupin. Auðvitað erþað mjög mikið átak að byrja á þessu. Ég fann það sjálfur þó ég hefði nú stundað íþróttir áður fyrr. Ég finn það bara núna hvað maður var voðalegur Lazarus þegar ég var að byrja. Égfórekki nema þrjá kílómetra til að byrja með og þótti alvcg nóg. Núna fer maður hins vegar helst ekki í galla nema fyrir 5 til 10 kílómetra! Enþettaersemsagtmikiðátak að byrja og hættan er sú að mönnum finnist þeir svo óskaplega þungir og stífir að þeir gefist fljótt upp. En það er bara að fara nógu rólcga af stað. S vo er það einnig þetta sálræna, ef svo má segja, velja sér einhvern heppilegan tíma þar sem maður er ekki í tímaþröng og reyna um fram allt að reyna að halda þessum tíma. Einnig er skemmtilegt að gera þetta í hópi manna, gera sem sagt skokkið að skemmtilegum vana." Við förum aldrei i sturtu án DOPPEL DUSCH t<4 -sjampó og sápa í sama dropai

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.