Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 31
Glíma Að norðan og sunnan Eilt var það sem vakti nokkrar athygli undirritaðs á Grunnskólamótinu, sá leiði siður að láta allar stúlkurnar bíða á meðan drengimir luku sínum glímum. Keppt var eítir bekkjum og hefðu því verið hæg heimatökin að láta súlkumar glíma með. Varþað nokkuð leiðinlegtað í fyrsta sinn sem stúlkur keppa á glímumóti í Rcykjavík skuli þær settar svona skör ncðar. Eg tyllti mcr hjá tveimur níunda bekkjar stúlkum scm sátu við aðra dýnuna og fylgdust með strákunum glíma, þcim Jóhönnu Kristjánsdóttur úr Skútu- staðaskóla í Mývatnssveit og Ingibjörgu Jónsdóltur úr Héraðsskólanum á Laugar- vatni. Þær eru báðar í 9. bekk. Þær stöllur voru spurðar hvernig fólk brygðist við þegar það heyrði að þær æfðu glímu. Jóhanna sagði að það þætti ósköp cðlilegt fyrir norðan. “Fólk tekur þessu sem sjálfsögðum hlut. Enþaðcrlíkamikil glímuhefð þaðan sem ég kcm.” Jóhanna kcmur úr mikilli “glímu- fjölskyldu” Faðir hennar er Kristján Yngvason, einn besti glímumaður á landinu um langt skeið og bræður hans cinnig. “Ég hef fylgst með glímunni undanfarin ár. Byrjaðiaðæfaglímu þegar ég var í 5. bckk. Hún er kennd í leikfimitímum. Síðan hcf ég æft hana með hléum og hef gaman af.” Ingibjörg sagði aftur að á Laugarvatni hefði fólk orðið nokkuð undrandi fyrst cn nú þætti þctta sjálfsagt mál, að hún og aðrar stelpur væru í glímu. Og ég á tvö systkini hér á mótinu. Ég held að það sé fyrst og fremst eldra fólkið sem finnst kannski stundum eitthvað skrýtið að stelpur séu að glíma. Núpverjar bíða þess að fá að glíma. Frá vinstri: Kári Jónsson, skólastjóri Héraðsskólans að Núpi í Dýrafirði, Ásgeir Guðmundsson, Lárus Lárusson og Svavar Birkisson. Núpverjar í suðurvíking Kári Jónsson, skólastjóri í Núpsskóla var mættur í íþróttahúsi Kennaraháskólans ntcð þrjá stráka úr Núpsskóla, þá Ásgeir Guðmundsson, Lárus Lárusson og S vavítr Birkisson. Ásgeir er ramm ur að afli og miki II fyrir sér og felldi andstæðinga sína hverja af öðrum þar til hann féll loks fyrir gh'mumanni úr Þingeyjarsýslu cn þar hcfur lcngi vcrið að finna cina bestu glímumcnn landsins. Ásgcir sagðist æfa allar þær íþrótlagreinar scm hann kæmist í og það var grcinilegt að hann var ótrúlega fimur miðað við stærð. “Ég hcf nú vcrið stutt í glímunni cn mér finnst þctta skcmmtileg íþrótt. Það þarf gífurlcgt úthald og snerpu í glímuna miðaðvið boltafþróttir til dæmis. Hún cr því góð mcð öðrum grcinum.” Kári sagði að cftir því scm hann vissi bcst væri þctta "í fyrsta skipti í áratugi scm glíma er æfð á Vcstfjörðum að cinhverju ráði. Ég fékk hann Jón ívarsson til að koma vcstur og halda glímunámskcið og viðtökur urðu injög góðar. Og nú cr árangurinn að koma í ljós", sagði Kári. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.