Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 29
Austurland Þróttur sér um sorpið Þær eru margar fjáröflunarleiðirnar Hún er fjölbreytileg fjáröflunar- starfssemin hjá ungmennafélögum víða um land. Þó lottóið sé ársgamall verulciki og vel það, er hefðbundin fjáröflun félaga langt frá því fyrir bí. Þróttur Neskaupstað hefur nokkuð óvenjulegan hátt á við tckjuöflun. Þróttarar hafa náð samkomu- lagi við bæjaryfirvöld í Neskaupstað um að sjá um sorphreinsun í bænum. Þróttur er deildaskiptur og sjá deildimar um hreinsun til skiptis, hver deild einn mánuð í einu, einu sinni í viku. Fyrir vikuhreins- un fást 14 þúsund krónur þannig að þetta er ekki ónýt fjáröflunaleið. Gárungar á Neskaupstað segja að Þróttarar hafi farið úr getraunum í sorpið. Tekjur af sölu getraunaseðla á Nes- kaupsstað vom nokkuð vænar. Með tilkomu lottós hcfur sala getraunaseðla hins vcgar mikið til lagst niður í bili, en sorpið kom í staðinn. Jóhann Tryggvason, forinaður Þróttar, segir að það muni miklu fyrir deildirnar að hafaþcnnan fastapóstá tveggja til þriggja ■nánaða fresli. “Lottótekjur koma ekki eins jafnt og þétt til okkar og getraunir gcrðu”, sagði Jóhann. “Þvíverðum við að hafa viðbót. Þetta cr mjög jákvæður hlutur fyrir félagið og fjármagnið er ckki það cina. Fólk vcrður mcira vart við félagið í óaglcga lífinu. Við fáum á okkur jákvæðari mynd; að við geruin gagn. Og það cr fólk á öllum aldri sem tckur þátt í hreinsuninni. Það cr crfitt að setja mælistiku á það uppcldisstarf sem við framkvæmum í íþróttunum og öðru fclagsstarfi En þarna sjá efasemdarmcnn okkur gera gagn á götunum, í hvcrri viku.” Þróttarar starfa einnig að öðrum fjáröfiunuin sem víðaþekkjast. Blakdcild Þróttar fcr til dæmis oft í útskipun og nær góðum pening þar. Enda veitir víst ekki af fyrir dcildina. Fcrðakoslnaður þeirra cr mcð því mesta sem þckkist hjá •þróttafélögum hér á landi. Uppgangur- inn hefur verið mcð eindæmum hjá dcild- mni, Olafur Sigurðsson cr cinn forsvars- manna jiar. Blak-Þróttarar Jiurfa oft að fara í kcppnisfcrðir suður og og Ólafur ckur liðinu í rútu. “Kostnaðurinn við "Við sjáum fyrir þessu". Jóhann Tryggvason ásamt syni sínum, Stefáni Jóhanni , með einn sorppokann. Þeir gefa tekjur. að það er svipað hjá mjög mörgum félögum hér á Austurlandi. Þú getur ímyndað þér álagið að keyra í yfir tíu tíma og fara jafnvel bcint í keppni. Þctta er hálfgert brjálæði. En áhuginn hefur sitt að segja”, segir Ólafur. Ólafur Sigurðsson, einn forsvars- manna blakdeildar Þróttar, Neskaup- stað. fiugferðir fyrir okkur”, segir Ólafur, “er svo gífurlegur að ég held að það væri bara vcl athugandi fyrir UÍA að kaupa flugvél fyrir aðildarfélög sín heldur cn að ferðast á hinum svoncfnda ÍSÍ afslætti hjá Fluglciðum. Dæmi af okkur. Flugfcrð með 40 mann blaklið á Laugarvatn nú nýlcga með öllu kostar um 300.0(X) krónur cn rútuferðin suður kostar um 75.000 krónur. Viðkeyrum allt sem við förum ogég vcit Talandi um Blak - Þróttara. þá hcfur uppgangurinn þar verið aldcilis frábær. Því eins og til staðfcstingar fóru Þróttarar í keppnisferð á Laugarvatn í byrjun mánaðarins, akandi cins og vcnjan er hjá þeim, til að keppa í úrslitakcppni íslands- mótsins í blaki. í för voru 2 lið í 2. flokk pilta, a og b og eitt lið í 3. og 5. fiokki. 2. fl a vann með yfirburðum, tapaði aðeins einni hrinu. Stelpumar í 3 fi. Þrótlar urðusíðaníslandsmcistarar. Hin liðin urðu í 2. sæti. Þróttarar fóru af stað klukkan sex að morgni og komubeintílcikkl. 18.30. Strax að loknu móti var síðan ckið hcim og komið kl. 10.30. um morguninn. "Þau cru orðin vön þcssu", segja forráðamenn þegar spurt cr um úthald í svona ferðir. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.