Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 37
Afmæli UMFI Hvað geta ungmennafélögin gert? Mín skoðun er í fyrsta lagi þessi. Að styðja og styrkja byrjunarnámskeiðin, þ.e. leikjanámskeiðin og ungmenna- búðastarfið, og fylgja þeim eftir með áframhaldandi starfi þar sem boðið er uppá iðkun sem flestra greina íþrótta. Hafa samband við heimili og foreldra sem í flestum tilfellum glæðir um leið áhuga og skilning þeirra á þ ví sem verið er að gera. I öðru lagi. Að hvetja þá sem eldri em til aukinnar hreyfingar og leiðbeina þeim þannig að það sem þeir leggja út í reynist þcim ckki ofviða. Að velja eitthvað sem viðkomandi ræður við og höfðar til hans og að hann fari ekki allt of geyst af stað því það er vísasla leiðin til að gefast upp cða jafnvcl til meiðsla, því ýmsir líkamshlular eru ekki undir það búnir að taka við alltof miklu og auknu álagi. Ljóst er að sumar greinar henta betur en aðrar til slíkrar hrcyfingar og vil ég þar sérstaklega nefna sundið, sem að sjálfsögðu er einnig kcppnisíjirólt, það gefur jafna áreynslu á líkamann og mörgum reynist það léttara en annað. Skokkið hentar vel, því ekki þarf hús, áhöld eða neitt nema manninn sjálfan, vilja og góða skó. Hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda. Gönguferðir eru stundaðar í síauknum mæli. Leikfimi af öllum tegundum er hægt að bjóða, til hressingar, stælingar og síðast en ckki síst til megrunar. Þá eru víða starfandi heilsuræktarstöðvar sem laða að. Margt af þessu gefur einnig góða möguleika til að fá útrás fyrir þá félagsþörf sem við mörg höfum. Fleiri greinar mælti telja upp en margarflokkasteinnig undir sport og auðvitað keppnisíþróttir. Ég minntist hér fyrr í máli mínu á trim- mara, ég held það væri vcl þess virði fyrir félög að huga að skipulagningu á “trimmhópum”. Fólk í núu'ma þjóðfélagi vinnur margt við litla líkamlcga áreynslu, en þeim mun meiri andlega, situr ef til vill við tölvur eða annað því líkt heilu dagana og þarf á því að halda að losa um streitu. Þó því finnist það þurfi ekki á neinni líkamsrækt að halda kemur oft annað í ljós. Líklegt þykir mér að þctta væri góð leið til að halda fólki við starf í félaginu. Þó hefur komið í ljós að þeir sem lagt hafa stund á trimm, vilja margir hvcrjir vera einir og nota u'mann um leið til slökunar eða jafnvel til að hugsa. En útivera samfara hreyfingu tcl ég að muni vera sérstaklega ákjósanleg. Sú tilfinning sem fólk fær þegar lungun fyllast hreinu lofti ásamt hæfilegri áreynslu er vart með orðum lýst. Hvernig svo best verður að slíku staðið sem ég hef að framan nefnt, getur verið mismunandi eftir hverju félagi á hinum ólíku stöðum á landinu, og við hvaða aðstæður búið er. Ég vil aðeins í lok máls míns segja að aukin dagleg hreyfing er betri en margan grunar. Oft heyrist sagt og sagt hef ég sjálf, “hefekki tíma”. En hver hefur u'ma og hver ekki? Það þarf ekki langan tfma, og það er þess virði að taka sér hann. Þetta er átak í byrjun, með þreytu, harðsperrum og tilheyrandi verkjum cn þetta getur orðið þér nýtt líf. Ræktun lýðs og lands saga Ungmennafélags íslands 1907 -1982 Við viljum minna ykkar á þessa bók sem er nauðsynleg fyrir alla þá er vinna að og fylgjast með málefnum ungmennafélags- hreyfingarinnar. Þessi bók er til sölu hjá héraðs- samböndum, stjórnarmönnum UMFÍ og á skrifstofu UMFÍ. Bókin kostar sem fyrr aðeins kr. 1000 Ræktun lýðs og lands Ungmennafélag Íslands75ára 1907-1982 Gunnar Kristjánsson tók saman Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.