Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 27
Austurland Eiðar S UIA. Æskustöðvar Rætt við skólastjórann Kristinn Sigurjónsson Ungmcnnafélag Eiðaskóla er að sjálfsögðu háð takmörkunum skólareglna cn þetta er félag sem starfar eingöngu innan skólans og meðan skólinn starfar”, segir Kristinn Sigurjónsson er Skinfaxi ræddi við hann í Eiðaheimsókn sinni. Skipulag íþróttamála í Eiðaskóla og annara félagsmála er á vegum ung- mennafélagsins og það á sína fulltrúa á ársþingum UÍA. Kristinn segir kennara aðstoða félagsmenn í flestum viðfangsefnum sínum og Eiðaskóli er með kennara í hálfri stöðu, starfandi að félagsmálum. Það er því ljóst að vel er hlúð að Ungmennafélagi Eiðaskóla. -Nú hlýtur ungmennafélagið að hafa verið misvirkt, hver er þín reynsla? “Já, það er auðvitað rétt. En félaginu hefur yfirleitt gengið vel og er eiginlega sjálfgcfið á stað sem þessum. Það sem ég hef hclst tekið cflir af mínum ferli er hvað viðfangscfnin ráðast af þcim sem eru hér, jafnt kcnnurum sem nemendum. Hér auðvitað ágætis aðstaða fyrir gott fclagslíf. Hér er íþróttasalur, lítill að vísu, cn nothæfur og sundlaug. Ágæt aðstaða til ljósmyndunar. Hér er sérstök aðstaða til að æfa hljómsveitir og það eru yfirleitt tvær lil þrjár hljómsveitir í gangi á hverj- um vetri. Hér er billíard aðstaða, gufubað, líkamsræktarherbergi. Margt af þessari aðstöðu hefur komið upp í tengslum við áhugafólk um citlhvert þessara efna. Hér var fyrir nokkrum árum maður með mik- inn ljósmyndaáhuga og þá var gert mikið í þcim efnum. Þá kom hér tæki til að framkalla í lit, það voru haldnar Ijósmyndasýningar. Nú er hér kennari scm hefur áhuga á líkamsrækt og er vel að scr í þeim efnum. Hún er nú mjög vinsæl meðal ncmcnda.” -Nú er mikið talað um hlutverk héraðsskólanna í menntamálum landsins. Hvcrnig snýr þetla við Eiðaskóla? “Hér cr mjög blómlegt starf cins og þú hefur vonandi aðeins ky nnst og skólinn er fullsetinn, 114 manns. Þegar þú kemur Kristinn Sigurjónsson, skólastjóri í Eiðaskóla við hámyndina af Laxness sem átti að nota á hátíðarsýningu nemendaíopnuvikunni. Sýninginvar helguð Laxness. hins vegar að skólanum sérðu árciðanlega að ýmsu cr ábótavant í viðhaldi við húsnæði skólans. Það fjármagn sem við höfum fcngið til viðhalds er allt of lítið. Satt best að scgja er erfitt að sjá hvernig halda á uppi eðlilegu skólahaldi ef ekkert verðurað gert íþessum efnum á næslunni. Það alvcg ljóst að þörf er fyrir Eiðaskóla á Austurlandi. Austfirðingar vilja grcini- lega þcnnan skóla því krakkarnir koma af öllu Austurlandi og jafnvel af Egilsstöðum þar sem þau hafa góða aðstöðu til að sækja það nám sem hér er, 9. bekkur og tveir bekkir í framhaldsnámi. En það er ýmislegt hér sem ekki er á Egilsstöðum. Það sem við verðum að athuga er að nemendur eru misjafnir og sumir finna sig bctur í heimavistarskóla. S vo eru aðrir sem hentar ekki þetta form.” -Hvert er þitt álit með framtíð héraðsskólanna? “Menn líta allt of mikið á héraðsskólana sem einhvern einn pakka. Það cr hins vegar mikil villa að gera það. Eitthvað sem nýtist héraðsskóla á Vesturlandi getur getur verið ómögulegt á Eiðum, og öfugt. Það verður að skoða hvern fyrir sig, út frá sérkennum hvers fyrir sig. Ef hægt verður að halda húsnæði skólans íbúðarhæfu og aðeins fram yfir það cr engin breyting sjáanleg á þörf fyrir þenn- an skóla eins og hann er í dag. Svo má alltaf sækja fram á við, laga skólann að nútímakröfum og helst vera aðeins á undan þeirri þróun. Og ef krakkar fá eðlileg tækifæri til að sinna félagsstörfum og öðru með náminu í þessu samfélagi Eiðaskóla, þá finnst þeim gott að vcra hér og bera skólanum góða sögu. í þessu sambandi má nefna ákveðna þætti í félagsstarfinu sem mér finnst að UIA eða ungmennafélagshreyfingin gæti sinnt. Mér hefur dottið í hug félagsmálanámskeið og það sem tengist íþróttamálum. Skóli scm Eiðaskóli þarf Þessar stúlkur voru í 80 manna hópn- um sem vann að hátíðarsýningunni um Laxness, söngur, leikurogupples- tur. Og greiðslan varð að vera í lagi. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.