Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 34
Afmæli UMFÍ Æskufólk og tengslin við náttúruna Það hefur ótvírætt gildi fyrir hvem ein- stakling, að hann fái í æsku sem nánust kynni af náttúrunni. Nú á tímum er það ekki jafn sjálfsagt mál og fyrrum, þegar þorri landsmanna ólst upp í sveit. Eftir því sem borgar- og þéttbýlisbömum fjölgar fara fleiri á mis við snertingu úr sveitinni, og þá verður að grípa til annarra ráða, eigi tengslin ekki að rofna. Til náttúrunnar sækja menn lífsfyllingu, andsvar við firringu borgarlífsins, sem ekki fæst auðveldlega með öðrum hætti. Jafnframt eru náin kynni af óbrotinni náttúru til þess fallin að vekja virðingu fyrir umhverfinu og ást á landinu. Þeir sem ná í æsku sambandi við móður jörð em líkiegir til að verða góðir liðsmenn í náttúruvernd, sem er eitt af brýnustu viðfangsefnum dagsins. Leiðir til aö auka kynni af náttúrunni Böm í uppvexti þurfa á því að halda, að skólinn veiti skilmerkilega fræðslu um umhvcrfið. Þar nægir ekki bókvísin ein saman, heldur þarf að tengja umhverfisfræðsluna skoðunarferðum við hæfi hvers aldursflokks. Hér reynir á kennarana og skipulag skólastarfsins. Æskulýðs- og íþróttasstarf sem tengist útivist er á sama háttþroskandi, hvort sem um er að ræða skíðaiðkun, skokk og gönguferðir. Ekki er lakara að í gönguferðum sé þátttaka fólks á öllum aldri. Göngudagur fjölskyldunnar, sem ungmenna- og íþróttafclög hafa bcitt sér fyrir, er dæmi um þarft átak. Sérstök kort og kynningarbæklingar af gönguleiðum geta örvað til úlivistar og þar er hægt að koma hollum ráðlcggingum til skila. Ungmcnna- og í{)róltasamband Austur- lands hcfur staðið að útgáfu göngukorla af völdum svæðum þar eystra. A þeim er vísað til vegar og leiðirnar merktar með stjörnum, frá einni upp í fimm talsins, og eru leiðirnar því erfiðari sem stjörnurnar eru fleiri. Á gönguferðunum er gott að fylgjast með örnefnum á korti, og enn gleggri upplýsingar má fá með því að hafa örnefnaskrár við hendina. Landslag væri lítils virði, ef það héti ekki neitt, kvað Tómas. Gildi friðlýstra svæða. Friðuðum og friðlýstum svæðum hefur farið fjölgandi síðustu áratugi. Sveitarfélög hafa stofnað lil fólkvanga, Hjörleifur Guttormsson Enn er haldið áfram með erindi sem flutt voru á Afmælisráðstefnu UMFÍ síðastliðið haust. Hérkoma þrjú erindi. "Göngudagurfjölskyldunnar,... erdæmi um þarft átak." Náttúruverndarráð komið upp þjóð- görðum og Skógrækt nkisins friðað mörg skóglendi. Slík svæði hafa að vonum aðdráttaraíl vegna gróðursældar og fjölbreyttrar náttúru. Þar er tilvalið að fræða ungmcnni um náttúruna. Auðvelda jiyrfti slíka fræðslu, m.a. mcð því að tengja saman merkingar við göngusb'ga og rilað mál í bæklingum. Ekkert kcmur þó í staðinn fyrir Ieiðsögn slaðkunnugra. Röskun vegna átroðslu Vaxandi ferðamennska skapar hættu á skemmdum á fjölförnum stöðum. Til að komast hjá náttúruspjöll um þarf gott skip- ulag á umferð, gönguslíga, leiðbeiningar og eftirlit. Því miður skortir enn mikið á skilning hjá fjárveitingarvaldi, þegar nátlúruvernd á í hlut. Það er til lítils að ætla að byggja upp ferðamennsku sem atvinnugrcin, ef menn spilla íslenskri náttúru sem cr undirstaðan. Akstur vélknúinna tækja utan vega er orðinn vcrulegt vandamál. Stöðugt fjölgar tryllitækjum, sem mörg hver eru sérhönnuð fyrir torfæruakstur. Samkvæmt náttúruverndarlögum er allur 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.