Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 26
Austurland Of mikil óþolinmæði "Of mikil neysluhyggja veldur of mikilli óþolinmæði hjá unga fólkinu." Helga Alfreðsdóttir. “Óþolinmæði er kannski eitt helsta vandamál hjá því unga fólki hér á landi sem vill ná árangri í frjálsum íþróttum.” Sú sem þetta segir ætti að vita það. Helga Alfreðsdóttir heitir hún og er einn frcmsti frjálsíþróttaþjálfari landsins, búsett á Egilsstöðum. Hclga er þýsk að ætt og uppruna en hcfur verið búsett hcr á landi frá árinu 1971. Á Egilsstöðum hefur hún verið starfandi frjálsfjjróttaþjálfari frá 1976. “Allan tímann launalaust. Þetta hefur verið sjálfboðaliðastarf og er enn”, segir Helga. “Þegar ég kom hingað til Egilsstaða var hér fyrst og fremst um boltaíþróttir að ræða. En það var nóg af efnilegu fólki og hér hefur komið fram mikið af því. Af nokkrum má nefna Ármann Einarsson, sem varð fimmfaldur íslandsmeistari 14 ára og yngri, Stefán Friðleifsson, hástökkvari og Árný Magnúsdóttir. Svo eru það auðvitað Einar og Unnar Vilhjálmssynir, Egill Eiðsson, Brynjúlfur Hilmarsson. Allt þetta frjálsíþróttafólk kemurhéðanaf Austfjörðunum og margir af Egilsstöðum.” -Nú ert þú fjölmenntuð í íjiróttafræðum frá A-Þýskalandi. Það hafa verið nokkur viðbrigði að koma frá Leipzig til íslands. Komu aðstæður þér á óvart? “Jú, því er ekki að ncita”, svarar Helga. “Munurinn var auðvitað mikill að koma frá einni af háborgum mennta í Evrópu til íslands. Þar voru á þessum árum nokkrir helstu sérfræðingar í íþróttafræðum sem ég lærði hjá. Ég hafði nútímafimleika sem sérgrein og stefndi á að skrifa doktorsritgerð mína um þá grcin. En ég hafði reyndar nokkra hugmynd um aðstæður hér áður cn ég yfirgaf Leipzig. Ég kynntist manninum mínum J>ar og auk þcss voru flciri íslcndingar þar við nám scm ég fræddist af um Island. Þegar ég kom síðan til Islands sá ég auðvitað að það var svo til engin aðstaða til að æfa nútímafimleika hér á landi og tók því til við frjálsíþróttaþjálfun, samhliða kennsl- unni.” -En Helga talaði um óþolinmæði íslenskra ungmenna. Hcyrum nánar af því. “Já, þetta er eitt af því sem ég hef tekið svo greinilega eftir hér á landi. Það má kalla það neyslukapphlaupið. Það verður að eignast hljómtæki vídeó, jafnvel bíla, hclst strax. Og í þetta fer auðvitað mikill tími og orka. Ef ungt fólk ællar að ná hámarksárangri í frjálsum íþróttum verður það að vera tilbúið að fórna miklu af tíma sínum. Það þarf álta ára markvissa þjálfun og miklar fórnir til að geta ætlast til að vera með þeim bestu. Og þá er ekki tekin með nokkurra ára grunnþjálfun, á unga aldri. Hér fyrir allmörgum árum gat fólk náð góðum árangri í frjálsum íþróttum hér á landi án þcss að hafa æft nokkuð að marki. Þetta er ekki hægt nú. Því miður missum við mikið af efnilegu fólki vegna þessarar óþolinmæði. Og jiað verður að segjast eins og er að það eru til þjálfarar hér á landi sem ala að cinhverju lcyti á þessu hugarfari, að það sé lítið mál að ná góðum árangri. Svo er það auðvitað aðstöðulcysið scm hcfur mikið að segja, sérstaklega á landsbyggðinni. Að mörgu lcyti hcfur Rcykjavíkursvæðið margt fram yfir fyrir ungt frjálsijtróuafólk. Að mcðaltali kemst okkar fólk á tartanbrautir einu sinni á ári, þegar það fer til keppni í Reykjavík. Frjálsíþróltafólk af landsbyggðinni leggur mun meira á sig fyrir svona kcppnir. Það slcppir kannski úr 5 dögum í vinnu. Það þarf að borga flugfar að miklu lcyti og þarf að útvega sér mat og húsnæði. Það eru kannski ekki margir í Reykjavík sem hugsa um þella. Þegar við hér á Austurlandi héldum síðast stórt mót þótti fólki fyrir sunnan sjálfsagt og eðlilegt mál að því væri útveguð gisting, ríkuleg málU'ð, og svo framvegis. Þegar við komum til Reykjavíkur á mót þurfum við að sjá um þetta sjálf. Það erekki mikið um ókeypis húsnæði í Reykjavík eins og hjá ykkur í UMFÍ á Öldugötunni og það komast ekki allir þar að. Ungt fólk finnur auðvitað fyrir þessum mun og það hcfur alltaf sitt að scgja. Margt smátt gerir eitt stórt. Þrátt fyrir þctta hefur fólk héðan náð góðum árangri eins og upptalningin á nöfnunum hér áðan sýnir kannski. En þetta er svo sveiflukennt. Eins og gildir kannski um alla frjálsíþróltastarfsemi hér á landi. Slarfið mæðir á fáum aðilum. í plássum úti á landi getur fylgt nokkurra ára lægð í frjálsíþróttum ef ein manneskja yfirgefur slaðinn af einhverjum ástæðum. Það sem vantar er auðvitað bælt aðstaða og áræði til að takast á við að bæta úr henni. Út á Iand vantar fleiri þjálfara, fleiri lcikfimikcnnara, það er til dæmis mikill skortur á þcim hér á Austurlandi. En þetta hangir allt saman, er angi af stærra máli sem menn verða að sjá og skoða í heild sinni ef stöðugleiki á að komast á og úrbætur eiga að vcrða.” 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.