Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 25
Austurland “Mér UÍA” þykir vænt um Rætt við Magnús Stefánsson framkvæmdastjóra UÍA Magnús Stefánsson frá Fáskrúðsfirði er núverandi framkvæmdastjóri UIA og tók til starfa sem slíkur 1. júní á síðastliðnu sumri. Hann er þó ekki neinn nýgræðingur innan UÍA, þvert á móti. Magnús starfaði sumrin '84 til '86 sem sumarmaður hjá sambandinu, (t.a.m. við sumarhátíð UÍA sem jafnan þykir hinn árlegi hápunktur í starfi sambandsins). Þar að auki kom Magnús inn í stjóm UIA aðeins tvítugur að aldri, árið 1959 og var í stjórn í rúm tíu ár. Hann var þá fulltrúi Arvakurs sem er lítið félag við Fáskrúðsfjörðog síðarLeiknis. Síðan tók hann sér hlé, orðinn fjölskyldumaður og kennari. Það væri því synd að segja að Magnús sé nýgræðingur innan UÍA. “Ég var “í burtu” í tæp níu ár”, segir Magnús. “Kom aftur til starfa 1979, set- list þá í frjálsíþróttaráð UÍA og var í því samfellt til 1987 þegar ég gerðist framkvæmdastjóri, síðastliðið vor. Síðasta vetur var ég kjörinn í stjórn UÍA og það finnst mér satt að segja ekki rétt ráðstöfun. Framkvæmdastjóri á ekki að sitja í stjóm sambandsins. Ég er ráðinn sem framkvæmdastjóri til 1. september næstkomandi og ætla því að segja mig úr stjórn á þingi UÍA í þessum mánuði.” -Hvert er nú starfssvið framkvæmda- stjórans og hvert finnst þér að það ætú að vera? "Vinnan felstfyrstog fremstíþvíaðreka sambandið frá degi til dags, fjármál og ýmislcgt þess háttar. Þetta eru auðvitað nauðsynlcgir hluúr. Ég hefði hins vegar viljað komast meira í að sinna hinni fclagslcgu uppbyggingu, aðstoða félögin við þá hluti. Heimsækja þau og ekki síst að heimsækja skólana þar sem framtíðar félagsmenn er að finna. Til þess að þetta takist innan UÍA sýnist mér að stjómin þyrfti að vera virkari. Það verðurauðvitað alltaf vandamál vegna stærðar svæðisins og þess hversu sljórnarmenn eru dreifðir um allt Austurland en gæti þó verið betra en það er í dag. Ég tel þó sambandið þjóna sínum úlgangi þokkalega í dag og það verður mun bctra og virkara efúr þessa heimsókn UÍA og UMFÍ um sambandssvæðið í mars.” -Nú er það oft umkvörtunarefni margra að samböndin þjóni fyrst og fremst frjálsíþróttafólki innan íþróttanna. Hvað segir þú um þessi mál innan UÍA? “Ég held að það sé nokkuð mikið til í þessu. Einnig innan UÍA. Þó held ég að starf fyrir aðra aðila en frjálsíþróttamenn sé allútf að aukast. En það em margar skýringar á þessu. Dæmi. Félögin hafa ekki sinnt frjálsíþróttafólki eins mikið og öðrum íþróttamönnum, m.a. vegna þess að þetta eru einstaklingsíþróttamenn og því alltaf sjálfstæðari en fólk í hópíþróttum. Frjálsíj)róttamenn, sama í hvaða félagi þeir eru, keppa alltaf undir merki UÍA þegar þeir fara út fyrir sambandssvæðið, aðrir yfirleitt ekki. Undantekning frá þessu nú eru úl dæmis meistaraflokkslið karla í körfubolta. Þeir standa í ströngu þessa dagana, eru að keppa um sæti í Úrvalsdeildinni. Dæmi um þann hóp íþróttamanna innan sambandsins sem ég vil sjá markvissara starf fyrir eru knattspyrnumenn. Knattspyrnan innan UIA er nú á því stigi að hún þarf aðstoð sem UÍA getur vel veitt. Auðvitað eru fleiri greinar í þessari stöðu. Mér dettur baraknattspyrnan í hug sem dæmi.” -Þegar þú metur stöðuna innan UÍA svæðisins efúr ferðina sem þú hefur verið í með UMFÍ mönnum, hvað er þér þá cfst í huga? “Maður tekur auðvitað efúr því hvað félögin eru missterk og stór og hve misjöfn aðstaðan er frá byggðarlagi til byggðarlags. Yfirleitt eru auðvitað félöginí þorpunum, öflugri. Enþaðsem kom kannski merkilega á óvart er hve mörg félögin, jafnt í sveitum sem bæjum, eru í mikilli sókn. Hversu mikill vilji er Magnús Stefánsson. Langur ferill innan UÍA. fyrir hendi hjá fólki til að sækja fram, mikil bjartsýni. Mér fannst ég taka sérstaklega efúr þessu hjá félögum á suðurfjörðunum. Eittdæmi af mörgum er Neisti á Djúpavogi. En það em einnig að verða kynslóða- skipti víða, nýtt fólk að koma inn í starfið, fullt af starfsorku. Ég vil þó ekki að fólk misskilji orð mín. Ég verð ekki var við uppstokkun í félögum, heldur eðlilega endurnýjun. Þá er mikill vilji til að leggja enn meiri áherslu á félagslega þátúnn í starfinu. Það er mikill skilningur ríkjandi fyrir því að félagið getur ekki þrifist lengi ef þessi þátturerekki í lagi. Aðræktaþá hugmynd með fólki að félagið, stjórnin, á ekki að vinna fyrir félagsmenn heldur með því. Nú er hinn félagslegi þáttur sífellt að koma meir inn í myndina. Þá er ég að tala um almennt samneyti fólks, koma saman og spila bridds, tefla, fara á leiklistarnámskeið og ýmislegt fleira. Við urðum til dæmis varir við mikinn áhuga á félagsmálanámskeiðum, hjá svo úl ílestum félögum. Og þegar hugurinn er svona innan félaganna, þá getur UÍ A ekki átt annað en bjarta daga framundan”, segir Magnús að lokum. Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.