Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 22
Gamalt blað ljósprentað Ungmennafclagið Efling í Reykdælahreppi á Norðurlandi vinnur nú að þ ví að kynna fólki langa sögu sína með skemmtilegum og óvenjulcgum hætti. Eitt af því sem félagsmenn gera þessa dagana er ljósprentun á gömlu blaði félagsins, Þjálfa, sem gefið varútátímabilinu 1900 til 1915. Blöðsemþessigáfuungmennafélöginútvíðaumland upp úr aldamótunum. Þá var ekki tölvutækni fyrir að fara. Blöðin voru einfaldlega handskrifuð með lindarpenna af drátthögum mönnum, í þríriti. Síðan voru eintökin send af stað milli bæja og lesin upp. Þá voru þau einnig lesin upp á samkomum. Sverrir Haraldsson, formaður Eflingar, sagði í samtali við Skinfaxa að tilgangurinn með þessu starfi félagsmanna nú, væri að gefa fólki í dag hugmynd um hvemig fólk upp úr aldamótunum hefði starfað og unnið og hvað því hefði verið efst í huga. “I þá daga fór ekki mikið fyrir íþróttaaðstöðunni”. sagði Sverrir, “og áherslumar voru margar. Það sem skrifað var um í Þjálfa var mjög fjölþætt, þjóðfélagsmál ýmis konar. Þjóðfrelsismálin voru auðvitað mjög áberandi. Islcndingar voru að slíta sam- bandinu við Dani og það mál var að sjálfsögðu tíðrætt. En við emm sem sagt að gefa yngra fólki innsýn í fortíðina með þessu framtaki. Það verður fjölprentað og selt á vægu verði í héraðinu og vonumst við til að fólk hafi nokkra ánægju og upplýsingu af’, sagði Sverrir. Því má svo bæta við hér til gamans, að árið 1917 kvartar þáverandi ritstjóri Skinfaxa, Jónas Jónsson frá Hriflu, yfir því í tímaritinu að Skinfaxi skuli lesinn upphátt á samkomum ungmennafélaga vítt og breitt um landið. Segir hann ágætt að Skinfaxi berist sem víðast en upplestur yfir fjölda manna sé ekki heppilega leiðin. Mönnum beri að lesa Skinfaxa í einir sér og í hljóði. Það tryggi tilveru blaðsins. Já, sú var tíðin! Ungmennavika í júlí mánuði næstkomandi, þann 25. til 30. júlí, safnast um það bil 100 manns, ungt fólk, saman 1 bænum Himmerland í Danmörku til að skemmta sér, kynnast öðrum lífsháltum og til að þroska lífssýn sínaalmennt. Þar á mcðal verða um það bil lOIslendingar. Þettaerhinsvonefnda Norræna Ungmennavika sem haldin hefur verið 1 fjölda ára af systursamtökum UMFÍ, til skiptis á Norðurlöndum. Þar á meðal hér á landi. Þátttakendum á þessum vikum er skipt í hópa og fást þeir við hin ólíkustu viðfangsefni, allt frá ýmis konar handav- innu og yfir í fjallgöngur. Þetta er þó misjafnt, fer eftir því hvernig landshættir Bankastræti 6. Sími 18600 eru á hvcrjum stað. Nú stendur sem sagt til að senda fólk héðan á Ungmennaviku 1 Danmörku. Ferðin er hugsuð fyrir fólk á aldrinum 16 til 23 ára, fólk sem hefur starfað í ungmennafélögunumogællaraðgeraþað áfram. Áhugasamirættu að hafa samband við Þjónustumiðstöð ungmcnna- félaganna á Öldugötu 14 í Reykjavík. Viltu prýða garðinn þinn? Garöeigendur Vel upplýstur garður er fagur. Nýkomin sending af Ijósum, dælum, tjörnum og styttum. Úrval af Ijósum í beð og tjarnir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Komið á meðan úrvalið er. Svarað i sima eftir kl. 14. Ath. Lokað þriðjudaga. Kvöldsímar 99-5870 Vörufell Heiðvangi 4, Hellu. Símar: 99-5870 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.