Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 36
Afmæli UMFÍ Almennings íþróttir Magndís Alexandersdóttir Við ræðum um almenningsíþróttir. Hvað cru almenningsíþróuir? í hugum okkar sem lifum með íþróttum og íþróttafólki eru allflestar greinar íþrótta, almenningsíþróttir. Þó erþað svo að með almcnningsíþróttum eða trimmi erátt við allar aðrar íjnóttagrcinar en þær sem miðastvið þátttökuíkeppni. Égætlahér að gera nokkra grein fyrir því hvernig þetta kemur mér fyrir sjónir sem leikmanni. Á seinni hluta 19. aldar hófst stofnun íjiróttafélaga til eflingar íþrótta almennt hér á landi og eru félög sem slíkt markmið hafa mörg í dag. En hvar hefjast fyrstu kynni fólks af íþrótlum? í skólum landsins og leikjanámskeiðum sem haldin eru víða um land. Þar ræðst ef til vill hvaða stefnu cinslakl- ingurinn tekur, hvort um verður að ræða keppnisíþrótt, heilsubótartrimm eða h vort áhugi er nokkur fyrir áframhaldandi iðkun íj)rótta. Þarnakynnisteinstakling- urinn flestum íþróttum þó svo að ekki verði um markvissaæfingueðaþjálfunað ræða og að viðkomandi leggi ekki stund á neinar fjtróttir hefur hann kynnst þeim og getur seinna meir notfært sér það ef honum kynni að snúast hugur. Hvert hefur hlutvcrk ungmennafélaga vcrið í þessum þælli? Ungmcnnafélög og héraðssambönd annast vfðast hvar á landsbyggðinni þau leikjanámskeið sem haldin eru. Ungmennabúðir hafa verið starfræktar hjá flestum héraðssamböndum á landinu á undanfömum ámm, þar fer fram mikið iþróttastarf. Það sem kennt er á þessum námskeiðum er fyrst og fremst leikur og kynning á íþróttum og víða í ungmennabúðum er farið með börnin í allskyns skoðunarferðir til að kynnast náttúru landsins. Þarna er lagður góður grunnur sem hlúa þarf að. Félög og sambönd hafa mörg hver staðið vel að áframhaldandi iðkun íþrótta, en víðast hvar beinist þetta að ákveðnum íjjrótlagrcinum sem mestur áhugi er á í viðkomandi byggðarlagi, þannig að ekki er alltaf mikil fjölbreymi í boði, heldur áhersla lögð á að eiga sem sterkast og best lið í þeirri grcin sem fyrir valinu hefur orðið til að kcppa í. Því auðvitað er það meiri auglýsing og frami fyrir félagið að eiga sterkt lið sem vinnur sigra heldur en- þó hópur sé af “trimmurum”. Af því lciðir að minni áhersla og rækt er lögð við að halda öllum við efnið og að sem flcstir finni eitlhvað við silt hæfi. Þáþarf ekki að velta því fyrir sér hver orsök þess er að unglingará aldrinum 14- 19árasemhafa iðkað íjiróttir hætta. Það er einfaldlega ekki rúm fyrir alla. Þcir scm mesta gctu og leikni hafa halda áfram, komast í liðið en hinirhætta,J)eir finna til vanmáttar og er ef lil vill ekki sinnt. Ungmennafélögin hafa efnt til “Göngudags fjölskyldunnar” fram- kvæmd hans hefur verið þannig að sem flestir úr fjölskyldunni geti verið þátttak- endur. Þetta þykir eflaust mörgum ekki flokkast undir íþróltir en það gerir það sannarlega, hinar svo kölluðu almenningsíþróttir. Þarna er sameinast um átak til hreyfingar og útiveru. En betur má ef duga skal. Einu sinni á ári er ekki nóg. Og ekki er heppilcgt að vera með marga samræmda daga um allt land þar sem allir eiga að fara út að ganga eða skokka. Heldur reyna að fá sem flcsta til reglulegrar hreyfingar árið um kring. Á vegum Trimmnefndar ÍSÍ hefur verið unnið að hvatningu til almennings til að stunda holla hreyfingu í einhverri mynd. M.a. staðið fyrir trimmdögum og námskeiðum í ýmsum greinum almenningsíþrótta. Einnig hefur verið kynnt vinnustaðaleikfimi, léttar örvunaræfingar sem henta fólki vel scm vinnur einhæf störf, slíkt er lofsvert framtak. 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.