Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 5
Nú er sumarstarfið í undirbúningi hjá félögum og samböndum. Starf sem snýst mikið um knattspymu og frjálsar íþróttir. En sumarið kemur einnig til með að mótast mjög af Olympíuleikunum sem eru framundan, í Seoul í haust. Þó handknattleiksvertíðinni sé nú lokið er henni ekki lokið hjá handboltalandsliðinu sem nú er að hefja lokaundirbúninginn. Knattspyrnumenn fara ekki á Olympíuleikana en knattspyrnuvertíðin verður án efa skemmtileg. Augu fjölmiðlanna beinast fyrst og fremst að 1. deild karla. Þar er nú komin ný stærð í spilið. Leiknir frá Ólafsfirði. Þeir eiga eflaust eftir að setja mörg strik í reikninginn hjá hinum gömlu og grónu 1. deildar félögum. En spennan er ekki síðri í öðrum deildum, í öðrum flokkum. Ut um allt land er knattspyrnuliðið alltaf að verða mikilvægari þáttur í bæjarbragnum. Þetta birtist í fjölmiðlum þegar Leiknir lék síðastliðið haust til úrslita um sæti í 1. deild að ári. Leiknir kom suður í úrslitaleikinn og hálfur bærinn með. Á sama hátt má tala um körfuboltann. Toppurinn á ísjakanum Keflvíkingar, Njarðvíkingar, Grindvíkingar og nú Sauðrkróksbúar eru allrir stoltir af sínu fólki og framgangi þess í körfunni. Annars er það alltaf jafn forvitnilegt hvað birtist í fjölmiðlum af íþróttafólki og af hverju það birtist. Það hefur til að mynda ekki farið mikið fyrir Bjarka Arnórssyni í fjölmiðlum, Evrópumeistara unglinga í siglingum á Topper bát. Þó er þetta eini Evrópumeistarinn sem við íslendingar getum státað af. En Bjarki er ekki einn af þeim sem eru að trana sér fram. Það er oft það sem gildir til að ná athyglinni. Það hefur heldur ekki farið mikið fyrir Akureyri sem sérstökum knattspyrnubæ. Akranes er knattspymubær. En þegar farið er að skoða aðra en meistaraflokkinn hjá Þór og KA kemur í Ijós að Akureyrarbúar geta verið stoltir af sínu knattspymuliðum. I grein Sigurðar Þorsteins- sonar í Skinfaxa að þessu sinni kemur Akureyri mjög vel út. Já, það er bara toppurinn af ísjakanum sem birtist í fjölmiðlum, Skinfaxi er þar með talinn! Ingólfur Hjörleifsson Útgefandi: Ungmennafélag íslands. - Ritstjórklngólfur Hjörleifsson. - Ábyrgðarmaður: Pálmi Gíslason. - Stjórn UMFÍ: Pálmi Gíslason, formaður, Þórir Haraldsson, varaformaður, Þórir Jónsson, gjaldkeri, Guðmundur H. Sigurðsson, ritari. Meðstjórnendur:Dóra Gunnarsdóttir, Kristján Yngvason, Sigurbjörn Gunnarsson. Varastjóm: Magndís Alexandersdóttir, Hafsteinn Pálssson, Matthías Lýðsson, Sæmundur Runólfsson. - AfgreiðslaSkinfaxa: Öldugata 14, Reykjavík, S:91-12546 - Setning og umbrot: Skrifstofa UMFÍ. - Prentun: Prentsmiðjan Oddi. - Pökkun: Vinnustofan Ás. Allar aðsendar greinar er birtast undir nafni eru á ábyrgð höfunda sjálfra og túlka ekki stefnu né skoðanir blaðsins eða stjórnar UMFI. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.