Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1988, Blaðsíða 7
Molar Arið 1988 má sjálfsagt nefna ár stórafmæla innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. Ekki er alveg ljóst enn hversu mörg ungmennafélög eiga 50 ára afmæli eða meira í ár en þau eru að minnsta kosti 30, ef ekki fleiri. Fólki til glöggvunar birtum við hér lista yfir afmæli þau sem við vitum af og væri það vel þegið ef félög vildu láta vita um nákvæman stofndag sinna félaga til þjónustumiðstöðvarinnar á Öldugötu 14 í Reykjavík. 50 ára afmæli: 26. maí Umf. Kjalnesinga UMSK 22. okt Umf. Snæfell HSH 27. nóv Umf. Vísir UÍÓ 60 ára afmæli: 22. jan Umf. Merkihvoll HSK 24. júlí Umf. Súlan UÍÁ 17. nóv Umf. Baldur, Hvolhreppi HSK 22. des Sundfélagið Grettir HSS 65 ára afmæli: 28. jan Umf. Afturelding UNÞ 11. mars Umf. Trausti HSK 10. sept íþróttafélagið Próttur UÍA 70 ára afmæli: 3. mars Umf. Ársól UMSE 25. aprfl Umf. Von UMSS 75 ára afmæli: 24. ágúst Umf. Dagsbrún HSK 80 ára afmæli: 4. feb Umf. Eyrabakka HSK 5. mars Umf. Laugdæla HSK 15. mars Umf. Stokkseyrar HSK 22. mars Umf. Vorblóm HVÍ 17. aprfl Umf. Hrunamanna HSK 23. aprfl Umf. Biskupstungna HSK 23. aprfl Umf. Reykdæla UMSB 24. maí Umf. Skeiðamanna HSK 28. maí Umf. Hegri UMSS 7. júní Umf. Samhygð HSK 8.júní Umf. Baldur, Hraungerðishreppi HSK 8.júní Umf. Brúin UMSB 14.júní Umf. Geisli HSÞ 2. ágúst Umf. Ingólfur HSK 4. okt Umf. Bjarmi HSÞ 8. nóv Umf. Meðallendinga USVS 9. nóv Umf. Önundur HVÍ 6. des Umf. Öxfirðinga UNÞ 85 ára afmæli: 31. maí Umf. Æskan UMSE Skinfaxalesendur muna sjálfsagt eftir Ceciliu Lundholm sem verið hefur hér á landi undan- farið ár fyrir tilstuðlan ungmenna- samskipta systursamtaka UMFÍ á Norðurlöndum. Cecilia er sænsk og hefur líkað einstaklega vel hér á landi. Lengi dvaldist hún á bænum Dæli í Svarfaðardal. Nú er hún komin á Höfn í Hornafirði og er kokkur á bátnum Þinganesi. Hvað um það, nú er væntanleg önnur stúlka frá Svíþjóð, með sama hætti og Cecilia kom hingað síðasta sumar. Sú heitir Ann Marie Johansson. Ann Marie er 22 ára og er frá bænum Harnösand sem er skammt frá Umea í Norður-Sví- þjóð. Hún hefur lokið stúdents- prófi og hefur hug á skoða sig um í heiminum áður en hún heldur áfram í námi. Ann Marie hefur kynnt sér íslendingasögurnar og hefur hrifist af því sem hún hefur séð af íslenskri náttúru í gegnum fjölmiðla í Svíþjóð. Hún er mikil áhugamanneskja um trjárækt, hefur auk þess áhuga á hestum og vill gjarna kynnast íslenska hestinum. Ann Marie hefur tekið þátt í leiklistarstarfssemi 4 H klúbbanna í Svíþjóð og hefur áhuga á að kynnast íslensku samfélagi og náttúru. Eins og var Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.