Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 5
Molar Félagar í Fjölni í Grafarvogi hrópa heróp á eina hverfisvellinum semfrekar mœtti kalla leikvöll. Þarna er aðeins mættur tœpur helmingur félaganna ásamt nokkrum þjálfurum. Fjölnir á hundraö Fjölnismenn í Grafarvogi eru komnir á hámarkshraða með starfsemi sína. Þó aðstaða til íþróttaiðkana sé svo til engin í Grafarvogi eru iðkendur orðnir á fjórða hundrað með 10 til 15 þjálfara, 20 til 30 manns í stjórnunarstörfum og 60 til 80 manns í virku foreldrastarfi. Hógværar spár þeirra gera ráð fyrir að næsta vetur, á öðru starfsári verði félagatala farin að nálgast 1500 manns en í dag eru skráðir félagar um 800. Þeir gera ráð fyrir að um næstu áramót verði iðkendur orðnir um 400. Þegareru starfandi tværdeildir, knattspyrnudeild og frjálsíþróttadeild og síðan er væntanleg handknattleiksdeild. Æfingar hafa farið fram víðsvegar um Reykjavík og Kópavog í vetur og sutnar; Gerfigrasvöllurinn í Laugardal, Gullsport, íþróttahús Verslunarskólans, íþróttahús Gerplu í Kópavogi, Ármannsvöllurinn. Listinn er lengri. En nú hyllir undir breytingu á þessu. Fjölnir hefur í hyggju að leigja stóran sal í Höfðahverfi, gegnt Grafarvogi af JL fyrirtækinu. LFm er að ræða stóran sal sem hægt verður að skipta í tvennt og leigja jafnvel út á vissum tímum dags. Hér er um stórt kostnaðardæmi að ræða en Fjölnismenn eru bjartsýnir á að það gangi upp. Á meðan ekki er kontið íþróttahús og völlur í mörg þúsund manna hverfi verður að reyna að bjarga sér með einhverjum hætti. Ódýrari vindmælar Heyrst hefur að uppfinningamenn á Akureyri séu að hanna nýja gerð af vindmæli sem nýst gæti í frjálsíþróttum. Met í frjálsíþrótta- greinumeinsog 100og200mhlaupum og langstökki fást ekki viðurkennd nema að vindmælir sé á staðnum. Svo bregður hins vegar við að þessir vindmælar eru rándýrir, skattlagðir í topp og kosta yfir 100 þúsund krónur. Hinir nýju vindmælar gætu hugsanlega kostað á bilinu 40 til 50 þúsund krónur og það er allt önnur Ella. Uppfinningamennirnirstörfuðu áður hjá DNG tölvufyrirtækinu á Akureyri og hafa verið að kanna mögulega smíði vindmælitækis fyrir Flugmálastjórn. Eftir að hafa skoðað hefðbundinn vindmæli fyrir frjálsíþróttir segja þeir að hægt sé að fara allt aðrar og einfaldari leiðir við smíði svona tækis. Við skulum vona að það takist vel og heyrum kannski nánar af þessu máli síðar í Skinfaxa... Skíöaþjálfari óskast á Ólafsfjörö Ólafsfirðinga vantar skíðaþjálfara. Áhugasamir snúi sér til Björns Þórs Ólafssonar á Ólafsfirði. Ólafur Haraldsson sem þjálfað hefur Ólafsfirðinga með góðum árangri undanfarin ár og gegnt stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er að flytjast til Akureyrar. Nú eru 5 ntanns frá UÍÓ í íslenska skíðalandsliðinu og þeir eru farniraðæfafyrirveturinnogermikill hugur í þeim. Öflugt starf í Hverageröi Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss er eitt af þeim félögum þar sem ötullega er starfað. Dæmi um það er að finna í Skarphéðni, fréttabréfi HSK. Fyrst er nefnt í pistlinum að stjórnin sem samanstóð af fimm manns, eignaðist samtals fjögur börn á kjörtímabilinu. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var unt miðjan febrúar varð að fresta afgreiðslu reikninga, því að það hittist svo á að gjaldkerinn hafði þá nýverið eignast tvíbura. Fyrir rúrnu ári voru samþykkt ný lög fyrir félagið, þar sem gerðar voru umtalsverðar skipulagsbreytingar á félaginu. Félaginu vart.d. deildaskipt formlega og hafa deildirnar starfað af krafti, þ.á.rn. badmintondeild, blakdeild var endurvakin (kvennalið frá UFHÖ tók þátt í HSK móti kvenna í blaki), ung en öflug fimleikadeild er starfandi og í handknattleiksdeildinni eru 7. og 8. flokkur, slíkur er áhuginn. Sunddeild er að sjálfsögðu starfandi og knattspymudeild en H vergerðingar unnu sig upp í 3. deild í fyrra og tóku um leið í notkun nýjan knattspyrnuvöll. Þá hafa allir félagar í Briddsfélagi Hveragerðis og Ölfuss sótt um inngöngu í ungmennafélagið, fengið jáyrði og því er ný briddsdeild í burðarliðnum. Á aðalfundinum var einnig kosinn áhugamannahópur um skógrækt í Álfaborgum... Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.