Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1989, Blaðsíða 21
Göngudagurinn Hópwinn í Gretli á Flateyri hvílist á leiðinni út í Mosdal sem er eyðidalur í Önundarfirði. Alls tóku 60 manns þátt í Göngudeginum á Flateyri. Göngudagur fjölskyldunnar var „haldinn hátfölegur" í júní víöa um land í samstarfi viö Bandalag íslenskra skáta Hinn árlegi og hefðbundni Göngudagur Fjölsky Idunnar fór fram laugardaginn 24. júní síðast liðinn og tókst alls staðar mjög vel þar sem gengið var. Göngufólk var á öllum aldri eða allt frá smábörnum og uppí áttræð ungmenni. I öllum göngunum var efnt til ýmissa uppá komu svo sem söguflutnings, grillveislu, frásagniraf umhverfi og næstu kennileitum. Nýjar gönguleiðir Yfirleitt var farið á fallega staði í nágrenninu þar sem fólk hafði jafnvel ekki komið svo árum skipti og skemmtilegt er að lesa frásagnir sem borist hafa um skemmtan fólksins af þessu. Þarsem þettaerorðinn árviss atburður hjá félögum er alltaf reynl að fara á nýja staði og með þessu kynnist fólk á mjög áhrifaríkan hátt náttúru lands síns og gæðum. Það metur þetta framtak ungmennafélaganna að verðleikum. Einnig er greinilegt að áhugi fólks fyrir gönguferðunt fer sívaxandi og finna þeir sem eru meðal þátttakenda að þetta er ómissandi þáttur í starfseminni og sumum finnst jafnvel að meira mætti af þessu gera. Viðurkenningar og merki Þó er það nú svo að þeir sem mestan hafa áhugann finnst aldrei of mikil þátttakan. Þar getur að vísu margt komið til svo sem óheppilegt val á degi til göngunnar, eitthvað sérstakt komið uppá, á viðkomandi stað og svo þetta sígilda: „Ég hef ekki tíma”. Enn eru ekki komin full skil frá öllum sem efndu til Göngudags Fjöl- skyldunnar enda gátu margir um það að þeir myndu fresta deginum hjá sér þar til síðar í sumar eða haust. Allir sent voru með í Göngudeginum fengú viðurkenningu, álmerki og bera það með stolti. Alls voru send út frá Þjónustumiðstöð UMFÍ 3615 merki til 54 félaga og er vitað að ekki öll gengu út. Ætla má þó að um 3000 manns um land allt hafi verið með í ár, en tæmandi skýrsla liggur ekki frammi fyrren um áramót 1989-'90. Hvað með hin félögin Þegar horft er á þessa tölu 54 þá kemuróneitanlegauppíhugann,hvað meðhin 175? Hvað getum við gert til aðgeraþau virk íþessumefnum? Við skulum leita ráða og finna lausn. Þrátt fyrir þetta skilar Göngudagur Fjölskyldunnarumtalsverðumárangri í fjölþætt verkefnaval ungmenna- félaganna. Hörður S. Óskarsson. Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.